Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 44

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 44
200 landi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Rússlandi o. s. frv. Eins og kunnugt er, ferðaðist hann og utn Island og Færeyjar. En 1899 settist hann um kyrt í bænum Luxembourg og bjó þar síðan til dauðadags. Baumgartner var óþreytandi að rita. 1877 kom út fyrsta bókin hans: 'nLessings religiöser Entwicklungsgang>i, og sama árið gaf hann út bók um Longfellow, sem seinna kom út í nýrri útgáfu, og sem enn þá er álitin það bezta, sem nokkru sinni hefir verið ritað um ljúflingsskáldið ameríska. 1881 gaf hann út rit urn spænska skáldið Calderon, 1882 bók um Joost van den Vondel, skáldajöfurinn hollenzka, 1883 bækling um Lúther, sem brátt kom út í nýrri útgáfu, 1884 »Reisebilder aus Schottland'í og sama árið bæði »Erinnenmgen an Bischof Dr. Greith<.< og *Die Lilie», ágæta þýðingu á Lilju Eysteins Ásgrímssonar með frábærum inn- gangi, 1886 i>Goethe«-, rit í 3 þykkum bindum, sem brátt kom út í nýrri útgáfu, 1889 »Nordische Fahrten: Island und die Far- öer«, 1890 ->->Nordische Fahrten: Durch Skandinavien nach St. Petersburg'i.. Hér lýkur hinu fyrsta skeiði á ritbraut Baumgartners, en þá hefst annað nýtt jafnharðan. Því öll þessi rit eru ekki nema eins- konar inngangsrit að því mikla riti, sem hann nú réðst í að semja. 1891 tók Baumgartner sem sé að fást við slíkt heljar-ritverk, að ætla mætti, að það væri hverjum einum manni ofvaxið; hann ásetti sér að rita sjálfstætt og samstætt verk um allar bókmentir heimsins, þ. e. a. s. um bókmentir hverrar einstakrar menningar- þjóðar, og fara þar eingöngu eftir sjón og reynd sín sjálfs. Var það ekki fífldirfska að ætla sér slíkt? Pað vantaði held- ur ekki, að hann fengi heilhuga aðvaranir frá vinum hvaðanæva í vísindaheiminum. Og sjálfan virtist B. um stund óa við því, hve stórkostlegt þetta verkefni væri. En eftir nokkra umhugsun kast- aði hann þó teningunum og tók af öllum kröftum að virrna að þessu risaverki. Pað, sem hann átti erfiðast með í byrjuninni, var slafnesku málin og veruleg þekking á bókmentahnossum hinna fornu menningarþjóða í Asíu og Afríku. Að ná góðum tökum á þeim kostaði nálega meira erfiði, en menskum manni yfirleitt er ætlandi. Pað liðu líka 7 ár, án þess hann léti nokkuð frá sér heyra. Frá hans hendi komu aðeins nokkrar greinar í »Stimmen .. .«, — sem reyndar vöktu feikna athygli, — um hin fornu þjóðsöguljóð Indverja »Mahdbharata«., »Altindische Dramen«, »Das Lieder-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.