Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 48
204 á dagskrá þjóðar vorrar, ef það kynni að geta orðið einhverjum holl leiðbeining og áttaviti. Pað mál, sem enn er efst á dagskrá, er sambandsmálið, og er þar í rauninni um ekki færri en 6 stefnur að ræða: i. Inn- limun (Inkorporation), 2. Nýlendusamband (Koloniforbindelse), 3. Veldissamband (Statsforbindelse), 4. Mdlefnasamband (Real- union), 5. Persónusamband (Personalunion) og 6. Skilnað. I. INNLIMUN. Innlimunarstefnan er nú alveg fallin úr sög- unni. Innlimun dettur nú engum dönskum manni í hug, hvað þá heldur íslendingi. Þegar menn því nú á dögum eru að hampa orðinu finnlimun«, þá er það annaðhvort af því, að þeir, sem það ;gera, vita ekki hvað innlimun er, eða þeir — mót betri vitund — eru að nota þetta orð sem grýlu til að hræða fáfróðan almúga og villa honum sýn, af því þeir vita, að það er frá gömlum tíma álíka illa þokkað og orðið »einokun«. En í tíð Jóns Sigurðsson- ar var innlimunarstefnan enginn reykur, heldur bráðlifandi, og ein- mitt sá örðugasti draugur, sem hann átti við að glíma. En hann kom honum fyrir og kvað niður svo trúlega, að hann gengur aldrei aftur, þó magnaður væri á sinni tíð. Sú »innlimun«, sem þjóðernisflokkur Dana otaði fram og Jón Sigurðsson átti við aþ stríða, var sú stefna, að sameina sem allra fastast Danmörku sjálfa, Slésvík, Færeyjar og Island og kalla þetta »Danmerkurríki«, en halda Holtsetalandi og Láenborg fyrir utan. ísland átti þá að verða að sínu leyti eins og Fjón eða Lá- land, ein af hinum dönsku eyjum, og hafa alla löggjöf og stjbrn .sameiginlega nieð Dönum. Alþingi átti aðeins að vera ráðgef- andi (eins og lögþing Færeyinga nú), en Islendingar að senda nokkra menn á ríkisþing Dana, sem mundu hafa haft þar atkvæða- afl álíka og 1 á móti 20 eða 25. Island átti þannig að verða i>þartur úr einum þarti ríkisins« og »komast undir stjórn hinn- ar dönsku þjóðar, í stað konungsins« (FN. XII, 105, 107, 115; XXI, 33). Islendingar áttu þannig hvorki að hafa neitt sjálfsfor- ræði í sínum eigin málum né nokkurt samþyktarvald um samband þeirra við Dani og hluttöku í hinu almenna löggjafarvaldi. Um þetta áttu Danir einir að skera og skapa, eins og þeim þóknað- ist bezt. Gagnvart þessari stefnu barðist Jón Sigurðsson af öllum kröft- um. Hann tók það fram, að ísland hefði aldrei verið innlimað Danmörku sérílagi og heldur ekki Noregi á sínum tíma. Fað hefði »í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.