Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 53
209
lengi vel svo til ætlast, að íslendingar skyldu senda fulltrúa á
ríkisþing Dana til að taka þátt í löggjöf um sameiginleg mál, og
þá jafnframt leggja fram fé til almennra ríkisnauðsynja (NF. VIII,
18; IX, 61; XII, iii; XVI, 91), en seinna var frá því horfið um
sinn, og Islendingum aðeins geymdur réttur til hluttöku í þessari
löggjöf, enda skyldu þeir þá heldur ekkert gjalda, meðan svo
stæði. En svo að íslendingar færu þó ekki á mis við alla hlut-
töku í meðferð hinna sameiginlegu mála, vildi Jón Sigurðsson, að
einn af hinum íslenzku ráðherrum skyldi jafnan sitja í Kaupmanna-
höfn, og eiga sæti í ríkisráðinu, til þess að vera þar erindreki og
svaramaður Islands bæði í meðferð sameiginlegra mála og sem
milligöngumaður milli hinnar íslenzku stjórnar öðrumegin og kon-
ungs og Danastjórnar hinumegin. Kveðst hann ætla, »að landið
gæti haft fult eins mikið verulegt gagn af honum einum, eins og
af 7 þingmönnum, og engum fulltrúa í ráði konungs« (NF. IX, 68).
Til þess að lesendur vorir geti með eigin augum dæmt um
skoðanir Jóns Sigurðssonar á sambandsmálinu, skulum vér nú tíl-
færa orðréttar greinar úr ritum hans í réttri tímaröð (rit hans um
landsréttindin talið til þess árs, er það birtist á íslenzku).
(1848) »En taki menn rétt þá grundvalldareglu sambandsins, sem
i sáttmálanum (d : Gamla-sáttmála) liggur, og jafni henni við skoðunar-
máta vorra tíma, þá er hún sú, að þar skuli vera einn konungur, ein
erfðalög konungsættarinnar, víst ákveðið gjald árlega til konungsborðs,
en að öðru leyti innlend lög, nema óákvehu) er, hvort jarlinn, skuli
vera norskur eða íslenzkur . . . Nefndarmenn þessir ætti að stinga
upp á, hvert gjald á íslandi skyldi liggja, eftir efnum þess, fólksfjölda
og öllu ásigkomulagi, í samanburði við önnur lönd konungs vors, til
hinna almennu ríkisnaubsynja, eða með öðrum orðum, hvað ísland
ætti að leggja á konungsborð, og síðan yrði það mál að koma undir
álit alþingis. ... En —■ er ekki þetta að rífa sig öldungis frá Dan-
mörku? — enganveginn, heldur er þetta miklu framar til þess, að gjöra
sambandib vib Danmörku pab fastasi, sem pab getur orbib, þegar það
er bygt á jöfnum réttindum hvorutveggja . . . Væri aftur á móti stjórn-
inni svo hagað, að hún yrði gjörð þjóðleg og bygð á fullkomnum þjóð-
réttindum, þá mætti ætla á, ab slíka stjórn vildi enginn ærlegur íslend-
ingur missa, og pab samband, sem grundvallaði hana, væri því kær-
ara, sem það væri við þá þjóð, sem vér hefðum lengi átt saman við
að sælda, sem á sama kynferði og vér sjálfir, og sömu sögu um lang-
an aldur. það væri því kærara, sem vér sæjum þá ljósan vott þess,
að Danir sé göfuglynd þjóð, sem ekki vill kúga þá, sem minni máttar
eru«. (NF. VIII, 14—19).
(1849) »Höfundurinn segir, að íslendingar uni vel sambandinu
vib Dani, og þykir það líka eðlilegt. Vér vitum ekki hvert þetta