Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 56

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 56
212 vallarlaganna, um erfðarétt, ríkisforstjóra o. s. frv., skyldi einnig ná til íslands; og til þess að gjöra landið óhult fyrir ’ninum skaðvænu af- leiðingum, sem hlotist hafa af hinni breytilegu skoðun á sambandi þess við ríkið, var stungið upp á því, að nafn pess yrði tekið upp í titil konungs, eins og hinna ríkishluta?ina . . . Eftir þessari uppástungu skyldi ekki einungis konungur vera sameiginlegur, heldur líka konungs- erfðir, og lögin viðvíkjandi ríkisforræði; sambandið við önnur lönd, flagg, mynt, mælir og vog, sömuleiðis háskólinn, þetta var alt álitið sameiginlegt; önnur sameiginleg mál voru látin óráðin að sinni, þangað til um þau yrði rætt, og þóttust íslendingar mega vænta atkvæðisrétt- ar í þeirri umræðu« (NF. XVI, 91—92). (1856) »ísland verður ekki neitt riki eftir þessu (o: tillögum í-jóðf.), heldur sérstakur ríkishluti með frjálslegu stjórnarfyrirkomulagi, sem land útaf fyrir sig, og pannig hlýtur sambandinu milli íslands og Danmerkur að vera hagab, ef pab á að verða varanlegt . . . Lands- rétturinn var að lögum sambandsréttur, sem milli bandafylkja, en eftir því sem við gekst, var hann einveldið; og nú hafði stjórnin sjálf stungið upp á, að sáttmáli væri gjör um nýjan landsrétt, en nefndin íslenzka aðeins stungið upp á þeim breytingum, er gjöra mætti sam- bandið frjálslegra, í sama anda sem grundvallarlög Danmerkur, og sem væri nokkurnveginn samboðið íslands rétti að undanförnu, er það aldrei hefði afsalað sér, en þó nánara samtengt Danmörku en fym. (NF. XVI, 98—99). (1856) »íslendingar vilja ekki gefa jáyrði sitt til þeirrar tilhögun- ar, sem stjórnin hafði fyrirhugað 1851: að ísland skuli draga inn i hib eiginlega konungsríki Danmórku; en það er að sjá, að þeir sé á því, að taka hlut í einhverri alríkistilhögun, áþekkri þeirri, sem stjórn- in hefir síðan leitast við að koma á í hinum rikishlutunume (NF. XVI, 102). (1856) »Við þetta þing, sem styðst við loforð konungs um frjáls- lega stjórnarbót, og skal halda svörum uppi af hálfu eins sérstaks rík- ishluta, er stendur í sérstöku sambandi vib konungdóminn og við liina ríkishlutana, verður að gjöra nýjan samning um það fyrirkomulag, sem þessi stjórnarbót á að hafa, og um samband Islands vib hina ríkis- hlutana, það er með öðrum orðum, um þær aðalákvarðanir, sem nauð- syn er á að gjöra viðvíkjandi stöbu íslands í ríkinut (NF. XVI, 110). (1861) »það tilboð (o: sem lagt var fyrir Þjóðfundinn) . . . að verða partur úr ríkinu, er í raun og veru ekki annað, en tilboð að vera partur úr einum parti ríkisins, sem er Danmörk sérílagi« (NF. XXI, 33)- (1861) »Hann (o : Pjóðfundurinn) fór þó ekki fram á annað en það, sem minst þurfti, til að tryggja réttindi vor og sjálfsforræði í vor- um eigin málum, og atkvœbisrétt í allsherjarmálum. Alþingi hefir einnig hingað til farið þessari sömu stefnu fram, sem fundurinn« (NF. XXI, 35)- ^ (1867) »Pað var aftur á móti fullkunnugt hjá oss, að Island er að vísu partur úr ríkinu, þegar »ríki« er látið þýða konungsveldið alt, en það er ekki, og hefir aldrei verið, partur úr konungsríkinu Dan- mörku sérilagit. (NF. XXV, 106).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.