Eimreiðin - 01.09.1911, Page 57
213
(1874) >:,En þegar Kristján konungur var frá fallinn, og Friðrik
VII kominn til ríkis, og þegar hann tók það ráð, að afsala sér ein-
veldinu, þá hófst sá ágreiningur um landsréttindi íslands, og fyrirkomu-
lag á stjórn landsins, sem síðan helir haldist við og varla sér enn fyrir
endann á. Vér getum lýst þessum ágreiningi í stuttu máli, og hann
er sá, að Danir vilja bjóða tvo kosti, annaðhvort að ísland verði inn-
lim.a’b Danmörku, eða að öðrum kosti verði því stjórnab sem nýlendu.
íslendingar vilja hvorugan þenna kost, en þeir vilja, að samband ís-
lands við Danmörku sé bygt á jafnrétti og frjálsu sjálfsforræbi í vor-
um eigin cfnum, á líkan hátt og skipað er til í Gamla-sáttmála, meb
peirri tilbreyting einni, sem naubsyn tímans og ásigkomulag leibir meb
sér« (Andv. I, 27).
(1874) xÞingið (1865) minti á, að Kristján konungur hinn áttundi
stofnaði og veitti íslendingum alþingi með öllu hinu sama valdi og
verkahring, eins og standaþingin í Danmörku þá höfðu; voru þarmeð
viðurkend og treyst sérstök landsréttindi Islendinga, þjóðerni þeirra og
tunga, til jafns vib abra hluta ríkisins . . . staða íslands í konungsveld-
inu er óákveðin enn í dag« (Andv. I, 57).
(1874) ^Þetta frumvarp (o: stjfrv. 1867) var mjög kænlega úr
garði gjört, að ytra áliti með miklum sjálfsforræðissvip, en hið innra
fullkomin innlimunarlög . . . Það er gjört að frumsetning, að ísland
sé t>óabskiljanlegur hluti Danmerkurríkis<t, en Danmerkurríki var, eftir
þeirri þýðingu, sem Danir lögðu eða vildu leggja í það 1848 og síðan,
konungsríkið Danmörk, og þar við tengt Slésvík, Færeyjar og ísland
. . . frumvarpið vildi draga ísland sem mest inn í sameiginleg mál
með Danmörku . . . og um öll þessi mál skyldi ísland hafa löggjöf
og stjórn saman við konungsríkið, það er að segja, eiga hlutdeild að
tiltölu í ríkisþingi Dana, sem mundi hafa orðið svo sem með einu at-
kvæði gegn 20 eða 25« (Andv. I, 59—60).
(1874) »Alþingismenn létu koma krók á móti bragði. . . í stað-
inn fyrir uppástungu stjórnarinnar í 1. grein: »ísland er óaðskiljanlegur
hluti Danmerkurríkisi, setti þingið: »ísland er óaðskiljanlegur hluti Dana-
veldis, meb sérstökum landsréttindum «. Þetta virðist hafa verið hyggi-
lega sett, því þingið kastaði þar með fram af sér þeirri snöru, sem
stjórnarfrumvarpið vildi leggja á það, en á hinn bóginn fór það ekki
lengra, en stjórninni gat verið aðgengilegt, eins og nú var komið mál-
inu. Ef það hefði sett svo: tlsland er frjálst sambandsland Dan-
merkur«, eins og þingvallafundurinn 1850, þá mundi þar af hafa leitt,
eins og nú stóð á, að annaðhvort hefði málið komið í stanz, eða
stjórnin hefði valdboðið sína grein, eins og hún var, en gefið alþingi
engan gaum. Hvorugt þetta var gagnlegt fyrir vort mál. En að alþingi
hafði einmitt hitt sem næst hinu rétta, eftir því sem þá stóð á, sýndi
sig 1 því, að í fyrstu urðu Danir óðir og uppvægir út úr þessum »sér-
stöku landsréttindum *, en sefuðust innan skamms, og mæla nú ekkert
á móti þessu. — Um hluttekning íslands í hinum svo nefndu sameig-
inlegu málum stakk alþingi upp á þeim breytingum, sem gáfu þinginu
fullan atkvæbisrétt, þegar til þessara mála lcom. Alþingi skyldi ásamt
með konungi ákveða með lögum um hluttöku íslands í löggjöf og