Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 70

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 70
22Ó verður dökt á henni og engin prjálsöm list getur bætt úr fegurðar- missinum: Sá ég þig í sakleysinu ljóma sólin brendi þinn hinn fagra lit; varstu í dalnum blómið allra blóma. blekti þig ei heimsins pijál né glit. Liljan hvíta, himindöggin skæra, hreinan sem þinn vætti meyjar fót, sýndust mér af sálu þinni læra sólarfögrum himni að brosa mót. Fyr í þinni fátækt auðug varstu, fegurð búin líkt sem dygðar hjúp, hulin flíkum hjarta flekklaust barstu —- himinperlu varpstu í sjávardjúp. Hvernig ertu hröpuð stjarnan bjarta heiðum nið’r af þínum dýrðar stig? Rósin fagra, náði naðran svarta næmu biti svo að eitra þig? Silkið þína svívirðing ei dylur, Snjóhvítt línið verður dökt á þér. Hríðin kalda, döggin lofts mun lauga leiði þitt, — en ekkert mannlegt tár. Þetta sýnir, hve holl siðakenning Steingríms er, og hve hart hann dæmir léttúðina og lausungina, jafnframt þvf er hann syngur hinni hreinu og saklausu ást hið hæsta lof og dýrð. En þó hann dæmi hart og hafi mikla óbeit á léttúðinni, þá þornar aldrei kærleikslindin í hjarta hans, heldur brýzt fram með óstöðvandi afli, svo að hann að lokum ávarpar hina hröpuðu stjörnu þannig: Á þér hvíli himins líknar auga, harmi þrungnar síga láttu brár; lokknum slegnum, höfði grátnu hneigðu hans að fótum, öll sem græðir mein; glæstu skrúði, gulli og perlum fleygðu, guði skína fegurst tárin hrein. Og svo yfirgnæfandi er kærleikstilfinningin í sál hans, að hann getur ekki einu sinni hatað þá, sem rofið hefir ást sína og eiða við hann sjálfan: Ég get þig ei hatað, sem áður unni eg mest, en oft hef ég þess óskað, við hefðum aldrei sézt; ég get þig ei elskað, fyrst ást þín reyndist tál, en æfilangt þinn skuggi mun hvíla á minni sál. Það er heldur ekki eingöngu ástin milli karls og konu, sem Stein- grímur vegsamar; móðurástin er honum jafnhelg. Og leitun mun verða á öðrum eins barnsóði og »Sof nú, mitt barn«. Þar í er þetta:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.