Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 72

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 72
228 Vér heitum að efla þinn orðstír og hag — vér elskum svo landið vort kalda, sem gaf oss lífsins hinn ljósa dag og líkblæjum vorum skal falda; það er of gott til hins auma og lága, ei of veikt til hins göfga og háa. Guð styrki hvern frækinn og frjálsan mann, sem framför sannasta þekkir, sem landslýðinn bætir og berst fyrir hann, unz bresta þeir síðustu hlekkir. Og sérstaklega leggur hann áherzlu á frelsi landsins, og að ástin til þess sé hrein og óeigingjörn; en hvern þann, er því reynir að hnekkja, hatar hann sem níðing: Og hrein sé vor ást eins og himinn þinn blár, sem heiðir um jöklanna tinda; vér heitum þann níðing, sem hæðir þín tár og hendur á móður vill binda. Og ánauð vér hötum, því andinn er frjáls, hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls. Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósa log og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema hláfjötur Ægis um klettótta strönd. Hann bað snemma um sfrelsis vínber seydd við sólar kyngi«, og honum er ljóst, að fáeinir frjálsir menn geta orðið landinu að meira liði en þúsund þrælar: Ei fjöldinn manna, virkin vönd og hjarta ens frjálsa manns, vors eru stoðin lands, — en þúsund þræla fans, en eins er betri hlekklaus hönd sem ánauð keyrðir fyrir vonzkuvega. En stjórnfrelsið eitt er ekki nóg, menn verða líka að verða and- lega frjálsir, afla sér þeirrar mentunar, sem er nauðsynleg til að kunna að nota það: Stjórnarfrelsi firt þeim kraft, það er sama og sjálegt skaft, sem fær af mentun staðið, sem að vantar blaðið. Ef frelsið hefir ekki nægilega þekkingu við að styðjast, þá verður það misbrúkað, og þá lánast ekki endurreisnarverkið: Upp á við til himins horfðu, hátt er markið sett, eftir þekking stefn og stunda, styð svo frelsið rétt, annars lánast ei þitt nýja endurreisnar verk; fyrir andans framför eina fólkins hönd er sterk. Og ekki dugir að einblína á fortíðina, víla og vola yfir henni og kenna henni um allan amlóðaskapinn, þó mikill hafi verið á næstliðnum öldum. Nei, við verðum sjálfir að leggja hönd á plóginn með morg-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.