Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 78
234 en yfirleitt virðist meðferðin góð og efnið er skínandi, sem nærri má geta, þar sem verið er að lýsa andans gróðri mestu mentaþjóðar forn- aldarinnar — og óhætt að segja allra alda, ef alt er rétt metið. Og auk þess er efnið afarfjölbreytt. Er þar fyrst stutt, en þó einkarglögt yfirlit yfir sögu Grikkja frá því um 2000 til 146 f. Kr., er sjálfstæði þeirra leið algerlega undir lok og Grikkland varð að rómversku skatt- landi. Þá er annar kafli um trúarbrögð þeirra (arintrú og áadýrkun, goðaheim þeirra, Orfevskuna og Díónýsarátrúnaðinn). Þriðji kaflinn er um listir og mentir (ljóðagerð, leikrit, byggingarlist, höggmyndalist, mál- aralist, lýðmentun og sagnaritun) og er þar nokkuð fljótt yfir sögu farið, en hverju þó í rauninni markað hæfilegt rúm. Lengstur er fjórði kafl- inn, um heimspeki og vísindi, enda skiftist hann í marga smærri kafla og greinar, t. d. um náttúruspekina, hugspekina, vísindaöldina í Alex- andríu, lífspekina og trúspekina. Kennir þar margra grasa eða réttara sagt heilabrota, sem bæði er gaman og líka vert að kynnast, enda bókin yfirleitt stórmentandi. Viljum vér því ráða sem flestum til að kaupa hana og lesa, og ekki einu sinni, heldur oft. Auðvitað er þar ekki alt jafngullvægt, og nokkuð hátt flogið á stundum, en svo mikið er þar af andlegum auði, að bókin getur í höndum hugsandi manna orðið þeim hreinasti Draupnir, er af drjúpi nýtt hugargull í sálum þeirra. Þeim krónum er vel varið, sem veittar eru til að styrkja slík rit sem þessi, og hafi höf. þökk fyrir starfa sinn. Vér höfðum við lesturinn ritað niður ýmlslegt, sem vér vildum fetta fingur út í, en það er svo smávægilegt, að vér sleppum því. Fylgjum reglu Epíkúrs, að minnast þess, sem oss hefir til yndis verið við lesturinn, en látum hitt í gleymsku falla. V. G. íslenzk hringsjá. UM STEINGRÍM THORSTEINSSON hefir stjórnarráð J. C. Poestion skrifað ágæta grein í »Wiener Abendpost« (20. maí 1911), þar sem hann minnist 80 ára afmælis skáldsins, sýnir fram á þýðingu hans fyrir íslenzkar bókmentir og prentar nokkur sýnishorn af ljóðum hans, sem eru merkilega vel þýdd. í*ar getur hann og þess, að bráðum komi út heil bók eftir sig um Steingrím, og verði þar prentaðar þýðingar á rúmum 50 af kvæðum hans. Er þetta fallega gert og maklega gagnvart þjóðskáldinu okkar hugumkæra, en kinnroða megum vér íslendingar bera, að enginn okkar skyldi verða fyrri til þess. V. G. »TIL ISLANDS TIDLIGERE STATSRETLIGE STILLING« heitir alllöng rit- gerð, sem próf. K. Berlín hefir ritað í »Tidsskrift for Retsvidenskab« (1911), og er hún svar upp á gagnrýni próf. B. M. Ólsens á bók hans »Islands statsretlige Stil- ling« (1909), í ritgerðinni »Enn um upphaf konungsvalds á íslandi«. Ymsar af at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.