Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 9
9 ina, og þar erum við heldur en ekki hreyknir, íslendingar. Höfuð- staðurinn okkar skríður krökur af ungu fólki ofan úr sveitum, sem hefur hér vetursetu til að >ganga í skóla«, og enginn þykir leng- ur vel upp alinn í bændabygðum, ef hann hefur ekki farið til Reykjavíkur, »til að fullkomna sig«, eða þá til annarra landa. fað er gamalt orðtak hér á landi, að heimskt sé heimalið barn. Pað hefur jafnan þótt frami, að komast út yfir pollinn. í fornöld fóru allir höfðingjasynir utan til að leita sér fjár og frægðar. Á eymdarárunum varð fátt um utanferðir; það voru embættismennirnir einir, sem þá fóru, og svo þjófar og bófar, sem voru sendir á Brimarhólm, en þeir þóttu líka hefðarmenn, þegar þeir komu heim aftur »úr siglingunni«. Nú á dögum er annarhver maður »sigldur«, þeirra sem orð fer af. Pið megið nú ekki skilja orð mín á þá leið, að ég efist um nauðsyn og nytsemi skólanna og alls þessa mikla lærdóms. Síð- ur en svo sé. Fróðleiksfýsnin er eflaust ein hin háleitasta eðlis- hvöt manneskjunnar. Hún er undirrót allra framfara. Vóxtur og viðgangur mannkynsins er henni að þakka. Ljós vísindanna vermir og lífgar anda mannsins, eins og himinsólin vermir og lífgar líkama hans. Hún er því ofurskiljanleg þessi allsherjartrú nú á dögum, að gott uppeldi sé alt hið sama og mikill lærdómur eða »góð ment- un«, og það öll nauðsynin, að »menta börnin vel«. En ég get þó ekki hætt við svo búið. Efasemdirnar eru eftir. Peim verð ég líka að lýsa. Pað má vera, að margir þekki þær ekki, en mér hafa þær valdið miklum ahyggjum. Hver er þá efinnf Hann er sá, að ég — og ýmsir mér meiri — efast um al- mætti mentunarinnar. Ég efast um, að mentunin fái frelsað mannkynið úr öllum þess miklu bágindum, sem þið þekkið svo vel. Eg efast líka um það, að mentunin ein megni að frelsa mannkynið úr þeim kynspillingarhættum, sem yfir því vofa, og þær eru nú bæði meiri og fleiri, en nokkru sinni síðan sögur hóf- ur hófust. Pað er fljótsagt, hvernig ég hef komist í þennan vafa. Hver þjóð á sér einhverja þá menn, sem fást við að leita uppi nýjan fróðleik. Pá köllum við vísindamenn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.