Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 18
i8 snertir, því hún hefur helmingi minna af eggjahvítu, lítiö eitt minna af fitu, en meira af sykri. Af þessum mismun leiðir, að blanda verður kúamjólk, áður barnið neytir hennar, og mun síðar að því vikið í grein þessari. En hér skal það skýrt tekið fram, og síðar sannað, að gildi kvennamjólkur fyrir ungbörnin liggur í því, að hún er náttúrleg og tegundareigin, þ. e. framleidd af sömu tegund, en ekki í því, hvort hún hefur í sér meira eða minna af eggjahvítu eða fitu en önnur mjólk. Það er ókleift að gera kúa- mjólk jafngildi kvennamjólkur, þó að efnahlutföllin yrðu jöfnuð og þau gerð eins; kvennamjólkin ein hefur þá eiginleika, er samsvara lífeðli barnsins. Vér skulum nú í stuttu máli athuga annan mismun, en hinn áðurnefnda, sem vísindin hafa leitt í ljós á síðustu árum; hann er líffræðislegs (biologisk) eðlis og feikna þýðingarmikill. Barnalæknar hafa fyrir mörgum árum veitt því athygli, að brjóstbörnum er miklu síður hætt við allskonar graftarsjúkdómum og ígerðum en pelabörnum; þeim síðarnefndu batna og fyr þessir sjúkdómar, ef þau fá brjóstamjólk með pelanum. Petta gaf til- efni til þess, að farið var að rannsaka blóðvatn barnanna, og hefur þá komið í ljós, að brjóstbörn hafa tvöfalt meiri, sum þre- falt meiri, kraft í sér til gerlaeyðingar eða gerladráps en hin. fessi hæfileiki kemur einnig í ljós á pelabörnum, sem neytt hafa brjóstamjólkur um hríð, þótt þau séu mjög horuð, og stendur þetta því ekki í beinu sambandi við hin góðu þrif brjóstbarnsins. Tilraunir hafa og sýnt, að ýms móteiturefni, t. d. barnaveikismót- eitrið, geta fluzt frá móður eða fóstru til brjóstmylkingsins. Hins- vegar geta áðurgreind varnarefni eigi komist inn um meltingar- færi ungbarna með kúamjólk, svo að þau verði þeim að liði. Til frekari skýringar skal tilfært: Hafi móðir varnarefni í blóði sínu gegn barnaveiki, eins og á sér stað í 70—80% tilfella, þá ganga þau með móðurmjólkinni yfir í líkama ungbarnsins, og verða því til varnar og bjargar, ef það fær sömu veiki. Á hinn bóginn — og því bið ég menn að taka vel eftir — gefi menn ungbarni mjólk einhverrar dýrateg- undar, t. d. kúamjólk, sem hefur sömu varnarefni í sér, þ. e. kýr- in hefur haft þá veiki, er hjá oss nefnist barnaveiki, þá verða þau barninu að engu liði, en kálfinum koma þau að fullu haldi. Eftir þessu að dæma getur brjóstamjólkin orðið barninu vörn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.