Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 25

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 25
25 kent; það kostar aðeins 8 kr. Mjólk sú, er barnið á að neyta á sólarhring, er látin í jafnmarga pela og máltíðirnar eiga að vera margar, og hún síðan seydd í io mín. í suðukeri því, er áhald- inu fylgir; að því búnu er pelunum lokað með loftheldum tappa, er á þeim er, og þeir svo geymdir á köldum stað. Síðan er hver peli tekinn og gefinn barninu á venjulegum tíma. Mjólkin er þynt eins og áður er lýst, og sykur látinn í hana áður en hún er látin á pelana og soðin. þessi aðferð er hreinlegust og þægilegust, en dýr fyrir fá- tæklinga; efnaðir menn ættu að fá sér áhaldið og nota það, ef þörf er á. 9. Parf konan að borða sérstakan mat, ef hún hefur barn á brjósti? ÍVí fer fjarri, að svo sé, og má óhætt ráðleggja henni að borða allan þann mat, sem hana langar í og henni verður ekki meint af; forðast þarf hún allan munað, tóbak, vín o. s. frv. I þessari grein hefur verið sýnt fram á, að samkvæmt náttúru- lögmálinu er það skylda, að konan ali ungbarn sitt á brjósti, ef hún er heil og ósjúk, að minsta 1. missirið af æfi þess. Skylda þessi hefur verið illa rækt, ekki síður hér á landi en erlendis, af- kvæmunum og mannkyninu í heild sinni til heilsutjóns, manntjóns og efnatjóns. Ef fleiri foreldrar hér á landi, en nú er reyndin á, vöknuðu til meðvitundar um hana, sæju hagnaðinn, er af því hlýzt, ef henni er fylgt fram í verkinu með elju og áhuga, þá er takmarki þess- arar greinar náð að nokkru leyti, en fyllilega þó eigi fyr en hverju einasta foreldri er orðin hún sjálfsögð og eiginleg, og afkvæmunum til eftirbreytni. Pegar móðurástin gengur þannig í rétta átt, til styrktar og eflingar afkvæmunum í barátta þeirra fyrir tilverunni, þá má taka undir með skáldinu, er svo fagurlega kvað: Móðurást blíðasta, börnunum háð, blessi þig jafnan og efli þitt ráð guð, sem að ávöxtinn gefur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.