Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 29
29 sem hann sjálfur vissi og var því nokkurskonar lifandi fréttablað, sem fólki, er bjó á útkjálkum, þótti gaman að rýna í. En þó var, jafn-opinskár og hann virtist vera, eitthvað leyndardómsfult við hann, eins og við þann, er þegir um sumt, er hann veit. Orsök- in var víst sú, að menn þóttust vita, — þó enginn gæti fært á það sönnur, — að meðal annarra hluta í strigapokanum sínum bæri hann meira eða minna saklausa pistla milli manna og kvenna, sem væru of mikil launung til að sendast með póstinum. Aldrei — eða að minsta kosti mjög ógjarna, og þá aðeins í manndrápsbyl, því honum varð aldrei misdægurt — settist hann að á sama stað meira en eina nótt í senn. Að sofa tvær nætur í einu í sama rúminu, þoldi flökkublóðið í honum með engu móti. í»ó hann, eins og áður er sagt, færi ekki nema til næsta bæjar — það var þó ofurlítil umbreyting. Og stöðug umbreyt- ing var orðin lífsskilyrði fyrir hann. Verkefni tók hann sér aldrei í hönd. Nema ef einhver hús- móðir óskaði eftir að hann rendi fyrir hana hlut; eða hann sæi »blómarós«, eins og hann komst að orði, sem setti hann í bál og brand — og í ástum var hann valtur á velli. Þá var hann vís að gleyma letinni stundarkorn, rjúka beina leið þangað, sem hann vissi af rennibekk, renna rokk eða eitthvað annað í vímunni, flýta sér með listasmíðina tilbaka og gefa þeim, sem ætlað var. Hann var ánægður með hvað sem hann fékk í laun, þökk eða fé — já, þó hann fengi hvorugt. Ef það var ástapantur, sem hann hafði rent, þá hafði ástin blossað upp í áreynslunni við verkið. Og morguninn eftir var hvorttveggja gleymt. Og Hjálmar hélt leiðar sinnar, með hvíta broddstafinn sinn í hendinni. Hann var alténd í grárri, fóðurlausri vaðmálsúlpu, sem náði niður að hnjám, og bar á baki strigapoka, sem ýmist var vel troðinn eða tómlegur. Hann var jafnan í góðu skapi. fó honum væri synjað gist- ingar — og það kom fyrir — eða þó hann hefði ekkert fengið að borða svo dægrum skifti, lék þó alténd bros um gula skeggið, sem var upplitað af sól og vindi. Mörgum var vel til hans — einkum börnum, og unglingum þeim, sem hann bar bréf á milli. En margt af fullorðna fólkinu gat ekki fyrirgefið honum let- ina og flakkið. Ef til vill þótti heimaalningunum og þeim, sem urðu að púla fyrir lífinu frá degi til dags, og sem inst inni lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.