Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 30

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 30
30 aði í ferðalög og æfintýri, — þó lítið bæri á, — hann sleppa alt of létt og ánægjulega gegn um lífið. Að minsta kosti voru honum ekki spöruð illmælin, — marg- ir vildu gjöra honum ferðalagið eins ánægjusnautt og unt var. Hann var bæði þjófkendur, og borið á hann, að hann færi með róg og lygi. En það voru ósannindi. Enginn gat hugsast var- orðari um aðra menn en Hjálmar, enda lá það skapferli hans næst. Og hefði hann af einhverjum ekki annað en ilt eitt að segja, þagði hann heldur. — Hvort stjörnurnar hafi frá alda öðli geymt eitthvað um örlög Hjálmars, skal ég láta ósagt. Nokkuð er það, að hann var fædd- ur undir meyjarmerki. Eg er reyndar ekki kunnugur fornum fræð- um, né svartaskóla-speki, en ég veit aftur á móti, að það var ofurlítil mey, sem réði örlögum flækingsins að lokum. Það skeði á þann hátt sem hér segir: Sjávarþorp nokkurt lá undir snarbröttu fjalli. Nótt eina að vetrarlagi kom snjófljóð og ruddi þorpinu mestöllu á sjó fram. Einmitt þá nótt gisti Hjálmar hjá fátækum sjómanni í útjaðri þorpsins. Og hin einustu, sem björguðust úr snjóflóðinu, voru Hjálmar og dóttir sjómannsins, álta vetra gömul, er Sólrún hét. Hjálmar komst af heill á húfi, en Sólrún misti vinstri fótinn um hnéð. Sameiginlegur lífsháski tengir oft undarleg bönd. Snjóflóð þetta tengdi að minsta kosti örlög Sólrúnar við örlög Hjálmars — eða hans við hennar — alla æfi. fvert ofan í vanda sinn, settist hann að í sveitinni, þangað til sár Sólrúnar var gróið, og vék jafnvel varla frá rúmi hennar, allan þann tíma. Og þegar henni var batnað, keypti hann sér sleða fyrir ýmsa renda hluti; sömuleiðis nokkur hert og elt sauðskinn með ullinni á, og hlý föt handa telpukrakkanum, setti hana síðan á sleðann og hélt leiðar sinnar. Enginn bannaði honum að fara með mun- aðarleysingjann. Hreppsnefndinni þótti ekki ónýtt að losast svo hæglega við einn þurfalinginn! En nú tóku við undarlegir tímar fyrir Hjálmari. Bæ frá bæ dró hann sleðann á eftir sér, vetrarlangt. Og nú brosti hann ekki aðeins, heldur söng og hló. En þegar vorið eyddi snjónum, varð hann að skilja eftir sleð- ann og bera Sólrúnu á bakinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.