Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 36

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 36
36 Jesús eða Kristur? Eftir prestinn R. J. CAMPtiELL. í greinum þeim, er spunnist hafa út af ritgerð prestsins Roberts um það efni, hefi ég eigi orðið þess var, að nokkur hafi reynt til að gera sér og öðrum glögga grein fyrir þvf, hvað menn nú á dögum megi tileinka sér eða skilja af »Krists«-hugmynd manna á dögum Jesú. Það er með öllu óvíst, að það yrði mikið af henni, er vér mættum tileinka oss nú. Skoðun meirihluta kristinna manna virðist vera sú, að nöfnunum »Kristur« og »Jesús« megi hlanda saman, þegar svo beri undir, þannig, að í Kristi felist starfsemin, en Jesús þýði sendiboði guðs til mannanna. Hinsvegar fer tala þeirra vaxandi, sem skoða Krist eins og hugsjón, einskonar æðri mannlega veru, sem arfsögnin hafi hnýtt við nafnið Jesús, en sé í raun og veru viðbót eða viður- nefni, búið til af ímyndunarafli guðrækinna manna. Hver öld eftir aðra hugsar sér Krist fyrir sig í samræmi við hennar eigin siðgæðis- hugsjón eða mannfélagsreglu, en þannig tilkominn Kristur má hæglega verða næsta lítið skyldur þeim Jesú, er lifði fyrir i q öldum, enda er þá, hvernig sem skoðað er, engin föst eða óumbreytileg stærð, heldur eingöngu nafn fyrir trúar- eða siðgæðisskoðanir, sem menn hafa til- einkað sér, eða er verið að smíða sér, á einhverju vissu tímabili. Af því leiðir, að vér getum eigi komist að nokkurri niðurstöðu um spurn- inguna: »Jesús eða Kristur?« fyr en vér höfum gert oss skiljanlegt, hve mikíð, ef nokkuð, af Kristshugmyndinni, eins og hún var í upphafi kristninnar, vér nú getum aðhylst. Vér hljótum því að grenslast eftir, hvað mikið vér vitum um hinn sanna Jesús, eða megum um hann ætla með góðum rökum, og þá að hve miklu leyti hann komi heim við Kristshugmyndina, hvaða gildi sem sú hugmynd kann enn að hafa fyrir líf vort og trú. Orðið »Krist« mætti viðhafa um þá hugsjón algildrar manndóms- fyrirmyndar, er svari til hinna dýpstu nauðsynja og hæstu eftirþráa vorra eiginna tíma, og, sé það svo skilið, má það nafn rúma alt hugs- anlegt siðgæði. Og þá gerum vér rétt, ef vér viðurkennum, að það standi í órjúfanlegu sambandi við sögu kristinnar hugsunar og trú- rækni; það er þá kristin skoðun, en ekki tóm hugmynd viðkvæmrar tilfinningar. Nafnið er þá fullþroskaður ávöxtur sí-varandi reynslu, alt frá dögum postulanna til nútímans. Hvað sem Kristur kann að tákna í hugum manna nú, spillum vér eigi þessu nafni, þótt vér játum hinn kristna uppruna þess, því að til vor hefur það borist frá upphafi kristinnar trúar; það sem veltur á, er sú spurning, hvort vér getum haldið nafninu lifandi og nytsömu fyrir líferni vort. Því að þegar vér förum að athuga og eftirgrenslast, hvað það hafi táknað fyrst, þegar það var viðhaft, þá komum vér óðara inn í andrúmsloft kynlegt og oss ókunnugt, eins og hugsunarhætti vorum nú er háttað, og verðum með miklum erfiðleik að ná oss nægilegri sönnun, er ábyrgist oss að vér getum dregið ljósar og ákveðnar ályktanir. Það er til lítils að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.