Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 41
41 leyti sem það kemur í stað þess í guðdóminum, sem birtist og á að birtast í sköpunarverkinu. Kristur er trúar-nafn, því að hann ber að dýrka, unz hann skapar guðlegt manneðli, og er upphaf vort og endi- mark. Og það er heilagt nafn, því að það þýðir réttlæti, sem fólgið er í sjálfsfórn til fullsælu allra. Og loks er nafnið stjórnlegs eðlis, þvi að það þýðir þá stefnuskrá eða fyrirmynd i félagi manna, þar sem kærleikurinn á að vera það lögmál, sem ræður og ríkir í mannlífinu, og sannfærir hverja sál, að fullkomnun náist eigi, nema allir lifi fyrir einn og einn fyrir alla. Við því er búið, að mönnum finnist, að þessi útlistun geri Krist að óhlutrænni hugmynd (abstraktíón), er hafi ein- ungis hálft persónulegt gildi, en vanti veruleik og hald, sem einkent hafi sögu nafnsins, síðan það var fest við og látið þýða lifandi persónu. En því má svara, að hvort heldur því sé svo varið eða eigi, sé engin önnur útskýring orðsins tiltækileg eða hugsanleg á vorum dögum og að öllum líkindum var fyrirmyndin til, eins og vér höfum séð, sem huglægt nafn, löngu fyrir daga Jesú, þótt hún væri skoðuð í persónu- gerfi; jafnvel hin kristna saga þess hefur lítið meira að bjóða, því frá dögum Páls og æ síðan getum vér eigi sagt, að miljónirnar, sem hafa sett Jesú í stað Krists, hafi nokkuð vitað beinlínis um Krist. Og mestu afrek Krists-hugmyndarinnar hafa aldrei verið því að þakka, að hún hafi verið takmörkuð og bundin við eina jarðneska persónu, og enga aðra. Svo er því eigi heldur varið enn í dag. f’eir sem hugsjónin hefur mest vald yfir, eru hugfangnir af því, sem hugsjónin þýðir, og þegar þeir samþýða hana Jesú, láta þeir Jesús vera sömu þýðingar, en án hennar mundu þeir eigi auðsýna honum nokkra dýrkun, né nokkrum öðrum. f’að er að vísu mín skoðun, að eigi nokkur hugsjón að verða áhrifamikil, verður hún að birtast í persónu, og það þótt sú persóna væri hugsmíði, gert í þeim tilgangi. En þó mundi hug- sjónin halda áfram að lifa, hvort sem hún holdgaðist í persónu eða eigi. Eg bæti því við, að Krists-hugmyndin er jafnmáttug í dag og hún hefur nokkru sinni verið, af því vér þurfum á orði að halda, sem tekur yfir það, sem trúuð sál finnur til í sambandi við guðlegt mann- eðli, sem »er á undan öllum hlutum og alhr hlutir eru fyrir gerðir«. En að hve miklu leyti samsvarar Jesús þessari fyrirmynd? »Hann nær þar ekki langt«, heyri ég suma segja; »vér vitum ná- lega ekkert áreiðanlegt um hann, og enda þótt vér gerðum það, gæt- um vér eigi með réttu sagt, að nokkur ein persóna, er lifði sönnu mannlegu lífi, eins og Jesús gerði, gæti náð út yfir og sýnt alt það, sem vér meinum með Kristi; ætti það að takast, mundi einstaklings- eðli hans hverfa«. En þetta er einmitt jafn-satt um hina postullegu skoðun á Kristi eins og um Krists skoðanir nútímans. Jesús gaf Gyð- ingum aldrei neitt stjórnfrelsi; hann birtist ekki aftur í skýjum himins til að stefna öllum þjóðum fyrir dómstól sinn, samkvæmt eftirvænting hinna fyrstu kristnu manna; hann var ekki hinn eini þjónn guðs, sem þjáðist og lét líf sitt fyrir boðskap sinn; og það eru líkindi til, að eng- inn hefði undrast meir en hann, ef honum hefði verið sagt, að hann væri sál þessa hnattar, og upphaf og endimark sérhverrar mannlegrar veru. Að svo miklu leyti sem ályktað verður af vitnisburði guðspjall- anna, líktist sá Kristur, sem Páll postuli boðaði, harla lítið Jesú frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.