Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 48
48
Gunnsteinn heitinn byrjaði ekki á ritstörfum fyr en nokkru eftir
að hann kvongaðist, enda kvæntist hann ungur, Árið 1894 kemur út
fyrsta sagan hans, Elenóra. Og upp frá því rekur hvað annað, ýmist
blaðagreinar, sögur eða sönglög. Dálítið fékst hann og við ljóðagjörð,
en birti þó ekkert af þvl með nafni. þetta er listi yfir sögur þær og
sögubrot, sem ég veit með vissu, að prentað er:
1. Elenóra. (Rvík, 1894).
2. Amerísk gestrisni. (rjóðólfur, 1895?).
3. Hvernig ég yfirbugaði sveitarráðið. (Svafa, II, 1897).
4. Góðar taugar. (Eimreiðin, 1898).
5. Þingkosningin. (Eimreiðin, 1899).
6. í helvíti. (Lögberg, 1899).
7. íslenzk þröngsýni. (Eimreiðin, 1901).
8. Dauðinn. (Almanak Ó. Þorgeirssonar, 1904).
9. Tíund. (Winnipeg, 1905).
Þriðja, sjöunda og níunda í röðinni eru allar um Jón á Strympu.
Eimta og sjötta eru kaflar úr stórri sögu, sem enn er óprentuð. Fleiri
sögur eru, má ég fullyrða, til óprentaðar, ef til vill ekki fullgjörðar.
Auk þessa skrifaði hann firna mikið í blöðin, einkum Lögberg.
Voru margar þær greinar lista vel skrifaðar, lýstu eldheitum áhuga og
glöggskygni á því, er um var að ræða. Var ekki hægt annað en verða
snortinn af því fylgi, sannfæringarafli og orðahagleik, enda þótt menn
greindi á um málefnið. Fór þar sem oftar, að hann lá ekki á liði sínu.
Vílaði hann eigi fyrir sér að ganga berskjaldaður í stjórnmálum, kirkju-
málum eða öðru því er á dagskrá var, framan að mótstöðumönnum
stnum. En bardagaaðferð hans var jafnan drengileg. Hann skrifaði
og nokkra ritdóma um söngfræðis- og sögubækur, og kveinuðu sumir
aumlega undan þeim ádrepum.
í æsku Gunnsteins voru eigi fremur hljóðfæri en skólar eða önn-
ur menningarfæri 1' bygðarlagi hans. Einhversstaðar gróf hann þó upp
langspil hjá fornbýlum náunga, og lærði hann að þekkja nótur og tóna
með þess tilstyrk. Er hann líklega eini nútíðar íslendingur, sem hafið
hefir sönglistabraut sína við þetta úrelta og ófullkomna hljóðfæri. Síð-
ar fékk hann sér orgel og lærði að leika á það í frístundum sínum
eftir bókum eingöngu. Og lék hann betur á hljóðfæri en margur, sem
gjört hefir það að lífsstarfi sínu. Árið 1893, að ég held, kom út í
Sunnanfara fyrsta lagið hans, »Mig hryggir svo margt«, sem, þrátt fyrir
fremur fátæklega raddsetningu, strax vann almenningshylli um alt ís-
land. Skömmu síðar fór hann að stunda tónfræðisnám með bréfavið-
skiftum hjá tveim merkum tónfræðiskennurum í Bandaríkjunum. Hélt
hann því áfram um all-langa hríð. Er sú kensluaðferð algeng hér í
landi, þegar öðru verður ekki við komið, og gefst oft vel. Upp frá
því fóru að koma út lög eftir hann hér og þar, og hefir ekki nærri
alt verið prentað, sem eftir hann liggur í þá átt. Þessi lög hafa verið
prentuð, og kannske fleiri: