Eimreiðin - 01.01.1913, Page 52
52
Ef þeir mér klappa kvöldin öll, sem líöa, —
þá skal ég glaður lifa öld af öld
og engin forlög telja mér of hörð.
III. SVEFNGRASIÐ.
í’ú rauða blóm, sem brosir þungt og stilt
mót bjartri sól um glaða hádagsstund, —
í brjósti þínu svíður sollin und
og sál þín brennur, grimmu eitri fylt.
Þín sál er tvískift: önnur ill og spilt,
sem eymd og dauða þráir fúlli lund, —
en hin vill alla gleðja góðri mund
og grætur systur verk. Pig, blóm, mér skylt
ég finn — því inst í brjósti mínu blæða
banvæn lind og tárhrein, hlið við hlið —
og oftast tár og sori saman flæða
í sárt og blóðugt háð á vörum mínum.
Mér háðsins ári aldrei gefur frið —
og eitrið svarta týnir bikar þínum.
IV. ÖSPIN.
í myrkri hef ég hlustað mér
margt hjartnæmt ljóð úr þínum hvin —
það var, ég átti engan vin
og oft um nætur sat hjá þér.
Þú talaðir og tréin hin
í töfra bundin gleymdu sér —
þú talaðir um tunglsins skin,
þér tunglið unni — skildist mér —
og gaf þér, sinni grönnu mær,
því geimsins draum og þungu ljóð
í trygðapant — en tók þó eið