Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 54
54 »Rennur BYLGJA1 úr djúpum dölum, leitar út að ÆGI svölum, dreifða rósum bakka flýr, aftur þaðan hún ei snýr.« Já, það er nú stundum, en ekki alténd. Hún hefir það til að snúa aftur og heilsa upp á hann KALDBRYNNI (fossinn) frænda sinn, eins og sjá má á myndinni hérna, sem tekin er af fossinum í Hofsá í Álftafirði, og er því jafnfullkomin sönnun fyrir því, að til eru íslenzkar ÚNDÍNUR, eins og ljósmyndir andatrúarmanna fyrir tilveru anda— »því ekki lýgur ljósmyndavélin!« Peir menn hafa og jafnan til verið, er séð hafa ÚNDÍNUR. Fornmenn þektu þær vel og nefndu þær ÖLDUR, BYLGJUR, ÆGIS DÆTUR eða ÆGIS MEYJAR og mörgum fleiri nöfnum. Við þær á Óðinn í Vegtamskviðu (12), er hann spyr: Hverjar eru þær meyjar, ok á himin verpa er at muni gráta hálsa skautum? Og í gátum Gestumblinda segir svo: Hverjar eru þær brúðir, harðan beð hafa þær, er ganga brimserkjum í enar hvítföldnu. ok eigu eptir firði för ; ok leika í logni fátt? 1 = Úndína, sem þýðir bylgja, alda, vatnadís.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.