Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 61
6i
kosinn forseti þingsins, og greip hann þá til vopna, til aö ríða
niður dráttar-pólitík andófsflokksins, sem tæplega gátu samrýmst
stjórnarskránni. Urðu útaf þessu róstur miklar á þingi, svo að
forseti lét lögreglulið greipum sópa um þingsalinn og ryðja öllum
andófsmönnum burt. Var svo þingi slitið um hríð, en ekki tók
þó betra við, þegar þingið kom aftur saman í september eftir
sumarleyfið; risu öldurnar þá enn svo hátt, að öllum andófsmönn-
um var fyrirmunuð þingseta, og situr stjórnarflokkurinn síðan einn
að umræðum með öflugan lögregluvörð í kringum sig.
Á Englandi hefir líka brytt á því, að harðar pólitiskar deilur
innanlands væru í aðsigi, einkum og sérílagi út af frumvarpinu
um heimastjórn íra. Urðu Ulsterbúar svo óðir og uppvægir, að
barátta þeirra gegn heimastjórninni var um eitt skeið harla í-
skyggileg. Hinsvegar virðast umræðurnar um heimastjórnarfrum-
varpið á þingi harla þurrar og fjörlausar, enda miðar málinu þar
lítið áfram. Nú undir árslokin bar þar einna mest á ósamlyndi
hægrimanna út af tollmálunum; vilja sumir leggja toll á nauð-
synjavörur, en aðrir ekki, og er við búið, að þetta valdi klofn-
ingi í flokknum, og að skift verði um foringja.
Rússland hefir í utanríkispólitík sinni haft mörg járn í eld-
inum á umliðnu ári (Mongólíið, Persíu, Balkanríkin) og margir
viljað við það vingast. í júní hittust þeir Rússakeisari og Vil-
hjálmur Þýzkalandskeisari í Baltishport, og rétt á eftir brá ráða-
neytisforseti Frakka, Poincaré, sér til Rússlands; og í sambandi
við þá för kom svo ný skipun á herskipastól Frakka og allmikl-
ar umræður um niðurskifting á flotaher þríveldabandsins (Englend-
inga, Frakka og Rússa) í Miðjarðarhafinu. En svo kom Balkan-
stríðið, og gáfu menn þessu þá minni gaum. Heima fyrir á Rúss-
landi kom þingið saman eftir nýjar kosningar, og virðast leikar
hafa farið svo, að á því sé harla lítill munur og þingi því, er rofið
var. Finnar verja jafnt og þétt réttindi sín með seiglu og þol-
gæði, gegn hinni sífeldu áleitni Rússa og látlausum tilraunum til
að innlima þá og gera þá rússneska. En svo er frekja Rússa
mikil í þeim efnum, að þeir taka þá dómara og valdsmenn Finna
höndum, sem ekki vilja bregðast sannfæringu sinni og landslögum,
flytja þá til Pétursborgar í rússnesk fangelsi og láta rússneska
dómara dæma þá eftir rússneskum lögum fyrir óhlýðni þeirra.
í Bandaríkjunum var alt sumarið háð áköf barátta um
forsetakosniguna, og lauk henni svo, að forsetaefni demókrata,