Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 65
65
inni hjá honutn í stofunni var bæði hlýtt og bjart. Sat hann þar
við eldinn og ornaði sér.
»Betur að enginn væri úti í þessu veðri«, hugsaði hann, því
að hann var einstaklega brjóstgóður.
Þegar lítil stund var liðin, heyrði hann alt í einu barnsgrát
úti fyrir, og var barið að dyrum. Veðrið var þá sem harðast, svo
að húsið lék á reiðiskjálfi.
Gamli maðurinn flýtti sér til dyranna, lauk upp hurðinni og
skygndist um. Kom hann þá auga á lítinn dreng, mjög illa til
reika; var hann allsnakinn og rennblautur, svo að vatnið lak nið-
ur úr"hárinu, en það var bæði mikið og fagurt og glóbjart á lit-
inn. Drengurinn skalf allur eins og hrísla, og ef hann hefði ekki
náð til húsa, mundi hann vafalaust hafa orðið úti í illviðrinu.
Skáldið gamla tók honum blíðlega. »Auminginn litli«, mælti
hann »komdu inn með mér, ég skal verma þér og gera þér
eitthvað gott, því að þú ert svo einstakt fallegur drengur«.
Pað var ekki ofsögum sagt, því að augun í drengnum voru
líkust skærum stjörnum, en hárið liðaðist í fögrum lokkum og
blikaði eins og gull, þó að það væri rennvott; var hann allur á-
sýndum eins og lítill ljósálfur, enda þótt hann væri náfölur af
kulda og nötraði á beinunum. í annarri hendinni hélt hann á
ofurlitlum boga, sem var mesta gersemi, en stórskemdur eftir
rigninguna; báru örvarnar þess merki, að þær höfðu verið mjög
skrautlegar, en nú var ekki sjón að sjá þær. Pessum örvum fylgir
sú náttúra, að allir, sem særast af þeim, verða ástsjúkir; það get-
ur engan grunað; en af þeim dregur drengurinn nafn sitt, eins og
síðar skal segja.
5