Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 66
66 Gamli maðurinn góði settist nú við eldinn og tók drenginn á kné sér; vatt hárið á honum og vermdi honum á höndunum í lófa sínum; bar síðan fyrir hann bæði vistir og vín. Tók drengurinn nú að lifna við og hressast og roðna í kinnum; hljóp hann þá niður á gólfið, gerði sig heimakominn og fór að ólmast hringinn í kring um gamla manninn. sPú ert mesti fjörhnokki*, sagði öldungurinn, »en hvað ertu kallaður?* »Ásthugi heiti ég«, svaraði drengurinn, þekkirðu mig ekki? farna liggur boginn minn, og þú mátt trúa því, að ég kann að> fara með hann. En líttu útl Tað er komið heiðskírt veður og glaða tunglskin*. »En boginn þinn er allur skemdur«, sagðiþágamlaskáldið. »Nei«, svaraði pilturitin, »hann er orðinn skrælþur og er alveg óskemdur; ég finn að hann er fullstinnur, og nú er bezt að ég reyni hann«. Pví næst benti hann bog- ann og lagði ör á streng; skaut beint af augum og hæfði gamla skáldið góða rétt í hjarta stað. »Finst þér enn boginn minn vera of linur?«, sagði hann þá, hló upp yfir sig og hvarf síðan eins og örskot út í buskann. Drengurinn hafði, eins og áður er getið, fengið beztu við- tökur. Skáldið gamla hafði tekið honum með mestu virktum, leitt hann í stofu og veitt honum vistir og vín og alt, sem hann þurfti með. En strákurinn launaði góðan beina ver en dæmi eru til, enda mæltist þetta alstaðar illa fyrir. Nú er að segja af skáldinu góða, að hann liggur eftir á gólf- inu með þungum stunum og utan við sig af ástarharmi, því að örin hafði komið við hjartað í honum. »Hann er ljóti strákurinn, þessi Ásthugi*, mælti öldungurinn þegar af honum bráði, »það er rétt ég segi öllum góðum börnum frá þessu og leggi ríkt á við þau, að vara sig á Ásthuga, því að hann er vís til að hrekkja þau«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.