Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 71
7i Útgáfa þessi er svo tilkomin, að prófessor W. P. Ker í Lundún- 7um, sem vissi, að eldri útgáfan var orðin fágætari en sæmilegt var fyrir minningu Sveinbjarnar og gott fyrir íslenzka menningu, hefir kostað hana. Man ég fá vinarbrögð útlendinga gagnvart íslandi, sem •eru fallegri en þetta. Sigfús Blöndal bókavörður, sem séð hefir um út- gáfuna, hefir notað handrit Sveinbjarnar að endurskoðaðri þýðingu, sem nær yfir helming bókarinnar, og breytt nokkru í hinum helm- ingnum í samræmi við auðsæja ætlun þýðandans. Virðist verkið vel og samvizkusamlega af hendi leyst. Allur ytri frágangur er snotur og smekklegur. Sigurbur Nordal. BÚNAÐARRÍT. XXVI. ár. Rvík 1912. Eins og vant er, eru í þessum árg. margar góðar og þarflegar ritgerðir. Sigurgeir Einarsson ritar þar um ullarverkun, Þórhallur bisk- •up um verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX. árin 1906—11, Ingi- mundur Guðmundsson um búpeningssýningar, Torfi Bjamason um byggingar i sveitum og um fóðurforðabúr, Ásgeir Torfason um vatns- helda steinsteypu og Halldór Vilhjálmsson ritgerð, er hann kallar »ferða- smælki*. Ekki er það samt nein ferðasaga, heldur skýrsla um árang- urinn af ýmsum tilraunum í útlöndum, sem mikið má af læra fyrir íslenzkan búskap: um áburðar-tilraunir á graslendi, tilraunir með haust- og vorbeit, skjólsáðstilraunir og um verkfæri og vinnuvélar. En auk þess að efnið þannig er harla nytsamt, þá er greinin eitthvað svo rösklega skrifuð og laus við alla óþarfa mælgi, að mesta ánægja er að lesa hana. Margar fleiri ritgerðir og skýrslur eru í þessum árg., sem vert er að kynnast, og aftast i honum er félagatal Búnaðarfélagsins, er sýnir, að íélagatalan er nú 1000. í’ar er og sýnt, hversu félagatalan skiftist ■á hinar ýmsu sýslur og kaupstaði, og kemur þá í ljós, að mestur er búnaðaráhuginn á mölinni í Rvík. (132 fél.), en minstur á ísafirði <2 fél.). V. G. íslenzk hringsjá J. C. POESTION: STEINGRÍMUR THORSTEINSSON. Ein islandischer Dichter und Kulturbringer. Miinchen und Leipzig 1912. Á titilblaðinu stendur, að bók þessi sé svinargjöf á 80. afmæli þjóðskáldsins«, •og hefir hún því átt að koma út 1911, en orðið einu ári á eftir áttræðisafmælinu. íað skiftir minstu, en um hitt er meira vert, hve hún er bæði höfúndinum og skáld- inu, sem um er ritað, til mikils sóma. Er þar fyrst æfiágrip Steingríms og yfirlit yfir bókmentastarfsemi lians, og því næst þýðingar á 60 kvæðum eftir hann, ásamt nauðsynlegum skýringum og athugasemdum. Og alt er þetta svo prýðilega af hendi leyst, að mann mundi stórfurða á, ef maður væri ekki orðinn svo góðu vanur frá Irendi herra Poestions. Og það er þó sannarlega enginn hægðarleikur að þýða ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.