Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 2
»Petta krínsker ætti að leggjast í eyði Ég hermi ekki þessi orð í þeim vændum, að kasta rýrð á manninn, né heldur til þess, að koma ríg af stað milli frændanna beggja megin hafsins. Og ég geri það því síður af því, að mig langi til að »segja eftir« honum. Ég er ekki í ætt við »sögu- smettur og rægirófur«, sem hlaupa út um alla móa með ilt á höfðinu, verra á tánum og það versta á hælunum. Pegar ég hugsa til þessa vestanfara, bregður fyrir leiftri í huga mínum. Ég sá manninn, átti tal við hann og gazt svona vel að honum sjálf- um. Ég kom orðum hans á loft í öðrum vændum en þeim, að gera honum kinnroða — í þeim vændum, að rökræða málefnið. Ég skil innræti þessa manns. Hann er fæddur í hveitiland- inu og hefir verið þar æsku sína, þann hluta æfinnar, sem mótar manninn og gerir hann samræmdan þjóðinni, sem hann lifir með. Éað land hefir kastað eign sinni á manninn í raun og veru og háð féránsdóm yfir þeim auðæfum hans, sem heita einu nafni œttjarðardst. Petta kemur fyrst og fremst til greina, þegar orð hans eru mæld og vegin. I öðru lagi er þess að geta, að maðurinn dvaldi hérna norðan- lands »vondu vikuna« svo kölluðu, — fyrstu daga ágústmánaðar 1912. Þá var ótíðin svo mögnuð, norðanlands a. m. k., að eng- inn maður hefir af að segja þvílíkri tíð á þeim tíma sumars, og ekki Jón Esphælingur, sem kunni grein á öllum náttúruviðbrigð- um síðan á landnámstíð. Éá fenti fé í afréttum niður undir bygð, en sumt stóð í sveltu á melum og hávöðum. Skaflarnir blöstu við auganu eftir hríðina, framan í fjallahlíðunum, en rifið af rák- unum milli, og var því líkast sem tröllkonur Gröndals úr Heljar- slóðarorustu hefðu verið að verki og dregið snjóplóg norðan eftir tröllabygðum. Sjómennirnir sátu í landi, komust ekki úr naustum fyrir ósjó og myrkri, og vér sláttumennirnir bölvuðum okkur til hita í bæja-ræflunum, sem vér höfum ekki enn þá getað gert opna fyrir sól, en lokaða fyrir regni, þótt vér fegnir vildum. Viku verkfall varð í sumum sveitum vegna fannbreiðunnar, og þriggja vikna á einum bæ, sem ég hefi spurnir af. Par léku ung- lingar sér á skíðum um túnið — »um hásláttinn«. Og þó að sumarið væri veðurmilt og yndislegt að þessari skorpu undanfeldri, má nærri geta, hvernig þessi hrina hefir kom- ið við hjartað í unglingnum vestan komna. Hann var alinn upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.