Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 22
174
stjörnurnar í ómælisgeimnum. Og nú, á dauðastund minni, fær
mér það engrar hrygðar, að ég hefi ekki kynst öðrum hnöttum.
Nei, en það fellur mér sárar, að svo margar miljónir ungra kvenna
skuli hafa lifað, án þess ég fengi að líta þær augum, segja eitt
einasta orð við þær, rétta að þeim lítilfjörlegt blóm, vermast af
einu brosi frá þeim.
Hér hef ég fimm perlur á talnabandinu mínu, og að vísu eru
þær eins og duftkorn gagnvart óendanleikanum, eins og sjálfur
ég. En þó tákna þessar fimm perlur í mínum augum fimm gyðj-
ur, sem hafa varpað ljósi á vegferð mína, — og enn þá, á sjálfri
dauðastund minni, lýsa þær mér og bera vitni um dásemdir
sköpunarinnar«.
II
Bræðurnir fjórir höfðu hlustað með miklum fjálgleik á ræðu
elzta bróður síns, og ósjálfrátt höfðu þeir spent greipar um
talnabönd sín. Gamli maðurinn bað nú um vatnssopa, og er
hann hafði drukkið, strauk hann svitann af enni sér, þagði um
hríð, til að hvíla sig, og tók svo loks aftur til máls: »Hvers-
vegna hef ég getað afborið mikinn skort og margar þjáningar?
Hversvegna ollu engin sár mér örvæntingar? Hversvegna finn ég
enn þann dag í dag einhvern ljúfan unaðsblæ leika um ellimóða
andlitið á mér? Er það ekki af því, að konur hafa verið mér
gjafmildar? Hvernig breyttist ég úr óstýrilátum og illa innrættum
strák í góðlyndan og iðinn dreng? Spyrjið litlu stúlkuna garð-
yrkjumannsins, sem lék sér við mig á hverjum degi í aldingarði
foreldra minna. Hún var oft í rauðum kjól, og hún hafði bjart
hár, sem svörtu flauelsbandi var bundið um. Ef lækur varð á
leið okkar, þá var ég vanur að bera hana yfir, svo hún skyldi
ekki vökna. Einu sinni rakst þó annar fóturinn á henni niður í
vatnið, og þá fór ég sjálfur úr sokknum og neyddi hana til að
hafa sokkaskifti. Enn þá stendur mér litli fóturinn hennar fyrir
hugskotssjónum. Eg hélt honum milli handanna og þerraði hann
með húfunni minni. Lífið hefir veitt mér nægtanóg af slíkum smá-
atvikum. Og þó kvarta margir yfir að þraut sé að lifa!
Spyrjið mig ekki hvernig stóð á því, að í æsku virtist mér vera
eilíft sumar og allir vera góðir og fagrir, og að árnar og fjöllin
segðu gamlar sögur á hverri nóttu? En látið mig heldur segja
ykkur frá því, að einusinni hertóku víkingar mig og seldu í þræl-
dóm, að ég varð að vinna í námum með fjötur á fótum, og að