Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 3
i55 við sólskin, óbrigðult á sumrin, en nú þoldi hann ekki við fyrir kulda. Og hann sá atvinnuvegi frænda sinna í hættu stadda, bæði til lands og sjávar. Hann ferðaðist um óbygðir á hesti, sá vegaleysurnar, grýtt og blásin lönd milli strjálbýlla sveita. Pað er mikill munur á því ferðalagi, eða hinu sem hann var vanur: að fara á fljúgandi ferð með járnbrautinni yfir hveitilöndin. Þessar óbygðir, sem vér eig- um í vitum okkar, eru ekki broshýrar á yfirborðinu, þó að þær séu kjarnmiklar og skili fénu feitu á haustin. En það atriði reyndi hann ekki, né beið þeirrar stundar. Hann var alinn upp við allsnægtir í foreldrahúsum. Þau höfðu brotið ísinn fyrir hann á frumbyggjaskeiði sínu, þegar land- nemarnir bygðu bjálkahúsin í frumskógunum og börðust við örð- ugleikana eins og hetjur. Og sigruðu. — Og nú var þessi vesturfrá vonglaði, Baldurs-bjarti unglingur kominn á þröskuldinn, sem liggur fastskorðaður í dyrum hallar- innar, sem embættistign og auðvon bjóða inn í — opin fyrir sól, en lukt fyrir regni. — En þótt ég skilji unga manninn, með því móti að setja mig í spor hans með góðvilja, þá er þó ekki þar með sagt, að ég fallist á mál hans eða niðurstöðu. — Eg vil ekki, að landið leggist í eyði. En hverjar ástæður verða þá færðar fyrir því, að landið sé bygt? Ekki tjáir að gera það efni að eintómu tilfinningamáli, né berja höfðinu við steininn. Málið verður áð ræðast með skynsemi fyrst og fremst, en að því búnu væri vel til fundið, að slá á strengi viðkvæmra tilfinninga. Pessi hugmynd er ekki ný bóla — að leggja landið okkar í eyði, eða réttara sagt: leggja það undir dauðann fyrst og djöf- ulinn á eftir, það er að segja: útlenda ræningja, sem hremma mundu gæsina glóðvolga og setjast að krásum fiskimiðanna. Stutt er síðan tveir mentamenn innlendir létu í ljós við mig þá skoðun, að allir Islendingar ættu að flytja sig til Suðurálfunnar. Pessir menn eru meðal ritfærustu manna landsins. Annar þeirra er heimastjórnarmaður, en hinn skilnaðarmaður. Mér þótti sérstaklega kynlegt um fullveldismanninn, að hann skyldi hyggja hér á al- gerða landauðn. það er svo óumræðilega barnalegt, að sá maður skuli telja okkur, 80,000 hræðurnar, færar um fullveldisbyrðina, en þó ólíft hér fyrir harðindum og hrjóstri. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.