Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 28
i8o
kyrrum, reiðubúnar að leggja á flótta. En þá féll mér allur ketill
í eld, ég æpti eins og ég ætti lífið að leysa: »Góðu stúlkur!
óttist ekki, ég skal ekki gera ykkur neitt, en komið og auðsýnið
mér miskun, því ég er hálfdauður úr kulda.« Rétt sem snöggvast
flaug mér í hug að biðja þær að binda fyrir augun; en þá hefðu
þær ekki getað séð, hvar þær áttu að leggja bátnum að. Pegar
þær könnuðust við mig, og sáu, að þetta var presturinn þeirra,
óx ótti þeirra um allan helming, og héldu nú, að þær sæju vofu;
en ég leitaðist við að fullvissa þær um, að prestar væru skap-
aðir eins og allir aðrir menn, og að þær mættu því ómögulega
fara svo, að hjálpa mér ekki.
Loksins réðu þær af að taka mig í bátinn, en létu þó, sem
þær horfðu í gaupnir sér, meðan á því stóð. Eg hnipraði mig
saman í skutnum, og þær reru af stað. Eg sneri baki við þeim,
því ég hugsaði það mundi, ef til vill, hneyksla þær minna. En nú
var farið að kvölda, og þegar þær sáu hvað ég skalf af kulda,
fóru þær að hvískra eitthvað. Loksins lagði önnur þeirra árina
upp í bátinn og spurði: »Ekki vænti ég megi bjóða yður pils að
láni, herra prestur? Og eins og þá var ástatt fyrir mér, tók ég
þakksamlega hvaða spjör sem verið hefði, og flýtti mér að fara í
pilsið ungu stúlkunnar. Pá spurði hin mig, hvort hún mætti ekki
lána mér kápuna sína, og tók ég feginshendi við henni og fór í
hana. Pegar við komum að landi, báru enn ein vandræðin að
höndum, nefnilega hvernig ætti að veita mér frekari hjálp. Ég var
hálfdauður úr kulda og vosbúð og þurfti skjótrar aðhlynningar, en
klaustrið var eina mannabýlið á eynni. Nunnunum kom nú ásamt
um, að fara með mig í kvenklæðum heirn í klaustrið, svo ekki
bæri neitt á neinu, og ég tók öllu með þökkum, því ég sár-
þarfnaðist að fá eitthvað heitt að drekka og að fá að hvílast.
Kæru bræður, önnur þessara ungu stúlkna lét mér til reiðu
klefa sinn og rúm sitt; og nóttin sú varð mér minnisstæð. Ég
þykist vita með vissu, að þið hafið sofið í kvenmanns sæng, en
hafið þið nokkurntíma sofið í nunnurúmi? Ég get ekki lýst þeirri
tilfinningu, að leggjast til hvíldar í þessum fannhvítu rekkjóðum
og yljast af þessum ábreiðum, sem nóttina áður höfðu sveipast
um unga mey. Éað var eins og allur líkami minn yrði smám-
saman gagntekinn af einhverjum óútmálanlegum ljúfleik, og ég
lagði aftur augun og dró andann djúpt, af því mér fanst and-
rúmsloftið vera angandi og hugðnæmt. Ég mundi ógjörla, hvernig