Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 67
219 sem frá vísindanna sjónarmiði má gera til slíkra rita, er sú, að frá- sögnin eigi halli réttu máli. En í því efni er heimspekin erfiðari við- fangs en flestar aðrar vísindagreinar. Þar eru mörg svið aðeins hálf- rannsökuð, og skoðanir manna eru svo skiftar á mörgu því, er mest um varðar, að tíðum er ókleift að segja, hvað sé rétt mál. Til að girða fyrir allan misskilning, er af þessu gæti stafað, tekur höf. það og fram þegar í byrjun bókarinnar, að hann ætli sér að setja fram sínar eigin skoðanir á umtalsefninu; þ. e. a. s. undir eins og hann kemur út fyrir þau grundvallaratriði, sem allflestir eru á eitt sáttir um, þá mætum vér aðallega höf. sjálfum, og öðrum heimspekingum aðeins að *svo miklu leyti, sem höf. hefur aðhylst skoðanir þeirra og samrýmt þær við stnar eigin skoðanir. Ég tek þetta fram hér, því það er at- riði, sem hver sá, er bókina les, verður að hafa hugfast. Bókinni má aðallega skifta 1 tvo kafla. Fyrri kaflinn fram að bls. 169, skýrir aðallega frá þeim grundvallaratriðum skynjanar vorrar á um- heiminum, sem flestir eru nú nokkurnveginn sammála um. Ekki mun þó kenning Bergsons um það, hvernig fortíðin geymist, enn vera al- ment viðurkend; en slíkt er auðvitað engin sönnun þess, að hún sé röng. Síðari kaflinn er aðallega doktorsritgerð höf. Er hann frum- legri, og kemur höf. þar fram með nýja — eða máske öllu heldur — aukna og umskapaða skýring á því, með hverju móti skynjan vor á sálarlífi annarra verði til. Efnið í bókinni er vel þess vert, að það væri ýtarlega athugað, og nógu fróðlegt hefði verið að benda á til samanburðar helztu skoð- anir, er frábreytilegar eru því sem höf. heldur fram. En hér er ekki tækifæri til slíks, og verð ég því að láta mér nægja að benda á ein- stöku smáatriði, er ég hefi rekist á, og mér virðast athugaverð. Höf. hefur af vangá gefið villandi lýsingu á litblindu (bls. 26). Éar stendur að litblindir menn sjái aðeins af litum hvítt, svart, grátt, gult og blátt. En litblinda er eiginlega tvennskonar. í’egar mest kveð- ur að henni, sýnast allir hlutir eiginlega vera ýmislega gráir; þetta er þó sjaldgæft; venjulegast er litblindan þannig löguð, að rautt, gult og grænt sýnist alt vera grænleitt, eða þá að rautt, gult og grænt sýnist alt vera jafngult, eða stundum rautt. Fyrir kemur það og, að einungis annað augað er litblint. Málið á bókinni er sem sagt einkar viðfeldið, en þó vildi ég benda á, að höf. hefur notað orðið »þéttleiki« í staðinn fyrir »eðlisþvngd« (bls. 42); en það gæti ef til vill valdið misskilningi, því þéttleiki mun vera það ísl. orð, er nákvæmast táknar þann eiginleika efnis, er á dönsku er kallaður »Tæthed« og er frábrugðinn þeim eiginleika, sem á ísl. hefur verið kallaður eðlisþyngd (á dönsku »Vægtfylde«); en hann er það, sem höf. hér á við. Og er það ekki hálfgert að seilast um hurð til lokunnar, að nota orðið grænast = grána, rýrna, sölna, þó það finnist á einum stað í fornu skáldamáli, einkum þegar gnægð góðra og algengra orða er til yfir þessa hugmynd. Hvað viðvíkur hinni nýju kenning höf. um skynjun vora á sálar- lífi annarra, þá er því sízt að neita, að þar eru margar góðar og frumlegar athugasemdir; en vafasamt finst mér þó, hvort niðurstaðan er ætíð rétt; og ég býst við, að sumstaðar mætti draga ályktanir af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.