Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 75
227
Ritgerðin öll er, eins og áður var getið, algerlega vísindalegs eðlis. Eru þar
margar mikilsverðar og mjög lærdómsríkar athuganir höf. sjálfs um sullaveikina og
skurðlækningar við henni, bygðar á eigin reynslu og gerðar með þeim skarpleik,
nákvæmni og samvizkusemi, sem allir þeir, er höf. þekkja, kannast við. Alstaðar í
ritgerðinni kemur fram nákvæmnin og athugulleiki vísindamannsins, enda er mér
óhætt að fullyrða, að ég þekki engan lækni, sem taki höf. fram í glöggskygni á
sjúkdóma yfirleitt. Það er víst, að þessi ritgerð tekur flestu fram, sem um sams-
konar efni hefur verið ritað, og er þörf og góð viðbót við það, og afarmikils virði
fyrir alla þá, er eitthvað þurfa að gefa sig við skurðlækningum á sullum.
Fyrmeir var sullaveikin talin ólæknandi, og mörgum bakaði hún þá heilsutjón
og dauða. Framfarirnar í lækningum á henni byrjuðu fyrst, þegar Guðm. Magnús-
son varð læknir (1892). íær framfarir eru stórmikils virði. í*á er og hitt ekki
síður gleðiboðskapur, að hún er í rénun á íslanai, og megum vér þá ekki gleyma
dr. Jónassen landlækni. Hann átti langmestan og beztan þátt í að útbreiða þekk-
inguna á sullaveikinni. Hann var óþreytandi í því, að brýna fyrir alþýðu varúð
gagnvart hundunum og lækningu á þeim, og eyðileggingu sulla úr sláturfé. Um
þetta ritaði hann fjölda greina í blöðin og smáritlinga.
Sullaveikin á að hverfa með öllu af íslandi, eins og líkur eru til að holdsveikin
hverfi þaðan. Hvorugur þessara sjúkdóma er næmari en svo, að eigi sé auðvelt að
fyrirbyggja þá. Báðir hafa þeir bakað okkur óhæfilegt tjón, og ekki svo lítið óorð
út um heiminn, af því hvortveggja þessara kvilla hefur verið settur í samband við
óþrifnað, — og það ekki að ástæðulausu.
JÓNAS KRISTJÁNSSON (læknir).
NÝJAR RITGERÐIR UM DÝRAFRÆÐI ÍSLANDS eftir Bjarna Sœmundsson.
1) Zoologiske Meddelelser fra Island. XII—-XIII. (Sérpr. úr »Vidensk. Meddel.
fra naturh. Forening i Kbhavn.« Bd. 65); 2) Biarag til Kundskaben o?n de islandske
Hydroider. II. (Sérpr. úr »Vidensk. Meddel. fra naturh. Forening i Kbhavn«. 1911.)
Þekkingin um dýralífið á íslandi eykst óðum. og er það lángmest adjunkt
Bjarna Sæmundssyni að þakka. Með óþreytandi elju skrásetur hann allar nýjar
athuganir, sem gerðar eru, og rannsakar sjálfur kappsamlega bæði hið æðra dýralíf
og hið lægra. í fyrri ritgerðinni er lýst sjö nýjum fiskategundum, sem fundist hafa
við ísland, og bætt við nýjum athugunum, mælingum og rannsóknum á 8 sjaldgæf-
um tegundum, sem áður höfðu fundist, og hefur meðal annars komið í ljós, að ein
tegundin (Phycis borealis), sem 1908 veiddist í Jökuldjúpi, er ný fyrir vísindin. í^á
hefur höf. einnig í sömu ritgerð safnað athugunum um 25 nýjar og sjaldgæfar fugla-
tegundir, sem á seinustu 6—7 árum hafa náðst á Islandi, og eru allar þessar at-
huganir mjög þýðingarmiklar fyrir vísindalega þekkingu á dýralífi Islands. í seinni
ritgerðinni er áframhald rannsókna á hveljupólýpum í sjónum kringum Island, sem
höf. hefur lengi fengist við að rannsaka, bæði þær tegundir, sem hann sjálfur hefur
safnað og þær, sem aðrir hafa fundið á ýmsum rannsóknarskipum. í*egar Bjarni
Sæmundsson síðast gerði skrá yfir þennan dýraflokk (sbr. Eimr. IX, 141), hafði
hann fundið og lýst 60 tegundum, og höfðu 39 ekki áður fundist við ísland; nú
hefur fjölgað svo, að tegundirnar eru orðnar 90; 30 nýjar tegundir hafa enn bæzt
við, og býst höf. þó við, að fleiri muni finnast. í*að sést vel af þessu, hve þekk-
ingu á sædýralífi íslands hefur verið ábótavant, þegar einn athugull dýrafræðingur
getur á stuttum tíma aukið tegundatölu lítils dýraflokks frá 20 upp í 90. í*að er
sannarlega mikils virði, að maður eins og Bjarni Sæmundsson sífelt er á verði, til
að skrásetja þær athuganir, sem gerðar eru, og rannsaka sjálfur með mikilli ná-