Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 35
i8 7
hann í hálsinn á mér. En rétt á eftir lágum við í faðmlögum á
jörðinni og kystum hvort annað emjandi og stynjandi af fögnuði.
Hún sagði mér, að faðir sinn hefði verið búinn að lofa ein-
um af félagsbræðrum okkar henni, og þessvegna kom okkur nú
ásamt um, að flýja saman. Og við héldumst í hendur og flýðum
í náttmyrkrinu eitthvað út í buskann, stöku sinnum stönsuðum við
snöggvast til að kyssast. Og fyrsti dagurinn okkar rann, og við
horfðum hvort á annað, en hlupum jafnt og þétt — hamingja
okkar var í veði. Og við héldum yfir fjöll og firnindi og gegnum
skóga og dali, við tvö, bara við tvö. Við lifðum á ölmusum, og
stundum urðum við að stela. Vindar úr öllum áttum léku um
okkur nótt og nýtan dag, sólskin og regn, kuldi og hiti urðu á
vegi fyrir okkur, en altaf var hún jafn-gullinbrún á hörund og
allaf blikuðu augu hennar jafnskært, Og dagar komu og liðu; en
hvað kærðum við okkur um tímann? Oft sváfum við í heyhlöðum,
stundum í skjóli við trjárætur eða kletta, en ég minnist þess líka,
að við sváfum á víðavangi, þar sem kveldroðinn lýsti okkur til
sængur og morgunroðinn vakti okkur með því að glóa á brám
okkar. Við fórum um fjölda ríkja og landa, við fylgdumst með
lækjunum, unz þeir voru orðnir að stórum fljótum, og margskonar
angan ilmaði fyrir vitum okkar, úr trjám og úr jörðu, bæði haust
og vor. Heiðbirtan ljómaði um okkur allan liðlangan daginn og
vindarnir hreiðruðu sig í hári okkar. Oft og tíðum, er við vorum
lögst til hvíldar í skógunum, tóku kynlegar raddir að óma í
myrkrinu umhverfis okkur, og þá réttum við hvort ööru hendina
og nefndum hvort annars nafn.
Bræður mínir, ég hef sofið í dúnmjúkum hvílum konunga,
og ég hef faðmað konur, sem hafa baðað sig í ilmvötnum og
klæðst í silki. En hvað hefur það verið í samanburði við þennan
tíma, sem við Zebaída flökkuðum um, öreigar að öllu nema ást
og æsku, hamingjusöm af því einu, að fá ætíð að vera saman.
Enn þá hrærist hjartað í brjósti mér, er ég hugsa til þeirra heið-
björtu daga og minnist, hvílíkur unaður fór um mig, þegar við
hreiðruðum okkur á allslausri jörðinni og hún rétti mér hendina
og nefndi nafn mitt. Aldrei hefur nokkur hirðmey gert mig jafn-
hamingjusaman og þessi tatarastúlka í rifnum tötrum, sem aldrei
hafði baðað sig í öðru en rigningunni og sólskininu.
Spyrjið ekki að endalokunum! Var hún ekki frjáls að því, að
láta sér lítast á annan, og hvers virði væri hamingjan, ef sorg
13*