Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 10
IÖ2 urnar eru taldar, sem liggja á framleiöslunni. Pó að bóndinn geri áætlun um störf sín og afkomu og reyni af fremsta megni að fylgja áætlun sinni, þá kemur náttúra lofts og lagar, og brýtur niður alt saman vonatildur hans, öðru hverju, með óreglulegri yfirdrotnan sinni. Stundum eru vorkuldar og þurrafrost, stundum sólbrunar, sem kyrkja gróðurinn og rýra grassprettuna. Stundum skemmast heyin á sumrin sökum óþurka, Af þessum ástæðum bregðast afurðir búfjárins og getur sú rýrnun numið öllum ágóða, sum ár. — Nú er svo komið ráði manna í lanainu, að kaupgjalds- kröfur og útgjaldaskipanir þrengja svo fast að atvinnurekendum til lands og sjávar, að þeir geta aðeins með naumindum risið undir skyldubyrðunum — þegar árgæzka er bæði í framleiðslu- áttinni og á sölutorginu. En þegar árgalli kemur og hallæri, stend- ur alt í stafni í raun og veru, þó að þeir, sem borgunarskyld- urnar hvíla á, velti sér við með lántökum í svipinn. það þykir einfeldnismark á mönnum, þegar þeir eru sítalandi um veðrið í loftinu. En þó er það svo, að veðráttan setur mark sitt á mannfólkið, og undir henni er komið líf og atvinna allra manna í öllum löndum, þegar öllu mannlífskeraldinu er á botninn hvolft, til réttrar rannsóknar. Veðráttan vekur til lífs jarðargróð- ann og gefur gæftir á sjóinn. En á þeim tveim framleiðsluvegum lifir alt mannkynið í raun og sannleika. Þess vegna þarf enginn að vera feiminn, þótt hann tali um veðrið, og nú ætla ég að minnast á það betur, en ég er búinn að gera. Við munum eftir vorinu 1906, þegar skipin fórust við Faxa- flóa og eitthvað 130 manns fór í sjóinn á skömmum tíma. Pá komu miklir peningar til munaðarleysingjanna vestan um haf frá löndum vorum, og man ég ekki upphæðina, en það gerir minst til — hún er skrifuð á öðrum stað, þar sem letrið máist ekki eins og skriftin mín. Fleiri atburðir gerðust á því missiri. Pá um veturinn ritaði Guðmundur læknir Hannesson bók sína »1 aftur- elding«. Guðmundur tók sér fari til útlanda þá um veturinn og kom aftur um vorið, þetta dæmalausa vor, þegar þriggja daga stórhrið skall yfir um sumarmál, ofan á alauða jörð og glaðar vonir. Fönninni kyngdi niður fram að Krossmessu og sauðsnöp kom fyrst um sjöttu sumarhelgi í sumum sveitum Norðanlands. Pótt ég nefni Guðmund lækni á undan hríðinni, er ekki svo að skilja, að ég kenni honum um ótíðina. En það var eins og náttúran íslenzka væri að sýna honum, þessum gáfaða og hugum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.