Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 37
189
Eystrasalts. Eegar ég var um það bil 15 ára að aldri, kom ein-
hverju sinni rússneskur maður með dóttur sina til okkar til lækn-
inga. Hún var dálítið yngri en ég, og ósjálfbjarga aumingi. Fæt-
urnir voru máttlausir, andlitið skakt, annað augað flaut altaf í
vatni og virtist vera hálfdautt, og svo óþroskuð var hún andlega,
að hún hjalaði eins og smábarn. Faðir minn bjóst við, að batinn
mundi að minsta kosti vera seintekinn, og því væri bezt að hún
dveldi hjá okkur um tíma, og það varð úr.
Eg kannast við það, að í fyrstu þótti mér hún svo afskap-
lega ljót, að ég forðaðist að koma nálægt henni. Meðaumkunin
vann þó bug á þessu, og ég tók að mér að aka vagninum henn-
ar einn klukkutíma á hverjum degi um garðinn okkar, sem var
stór og fallegur; og smámsaman tókst með okkur góð vinátta.
Eg sætti mig við andlitið á henni, af því það ljómaði af hýru, í
hvert skifti sem hún sá mig; leikir okkar komu henni til að babla
og tala; hún hló að skrípalátum mínum, og öllum til undrunar
tók þessi lamaða sál nú að þroskast, eins og einhver kyngikraftur
hefði snortið hana. En þó man ég eftir því, að oft sofnaði hún
alt í einu, hvar sem hún var, og þá stóð ég yfir henni með vasa-
klútinn á lofti, til að reka flugurnar frá andlitinu á henni. Pegar
við komum heim, lagði hún báðar hendur um háls mér, svo mér
veitti léttara að bera hana upp þrepin og inn. Ekki leið á löngu,
áður en ég varð að kenna henni að lesa, af því henni fundust
bækurnar mínar vera nokkurskonar leikföng, sem hún vildi skilja,
af því ég skildi þau. Og hvernig stóð á því, að ég sjálfur alt í
einu varð svo iðinn að lesaf Ójú, af því ég altaf varð að hafa
eitthvað nýtt á takteinum til að segja Varenku. Aldrei gleymi ég,
hvað henni þótti gaman að hlusta á mig! En innan skamms fór
hún að spyrja, og þá varð ég aftur að fara í bækurnar, til að
sækja svar. Svona uxum við upp saman, næstum eins og við
altaf héldumst í hendur, og á hverjum degi sló gleðiroða á andlit
hennar, og hlátur hennar varð hljómmeiri, þegar hún sá mig. Nú
er mér liðið úr minni, hvort þetta skeði að sumarlagi eða um
vetur, en mér finst að dagarnir hafi allir verið skínandi bjartir
og himininn altaf jafn-aðdáanlega heiður og blár.
Faðir minn var harðdrægur maður, en vildi mér vafalaust
vel á sína vísu. Einn góðan veðurdag, þegar ég kom heim frá
skólanum, var búið að flytja Varenku frá okkur á annað heimili í