Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 37
189 Eystrasalts. Eegar ég var um það bil 15 ára að aldri, kom ein- hverju sinni rússneskur maður með dóttur sina til okkar til lækn- inga. Hún var dálítið yngri en ég, og ósjálfbjarga aumingi. Fæt- urnir voru máttlausir, andlitið skakt, annað augað flaut altaf í vatni og virtist vera hálfdautt, og svo óþroskuð var hún andlega, að hún hjalaði eins og smábarn. Faðir minn bjóst við, að batinn mundi að minsta kosti vera seintekinn, og því væri bezt að hún dveldi hjá okkur um tíma, og það varð úr. Eg kannast við það, að í fyrstu þótti mér hún svo afskap- lega ljót, að ég forðaðist að koma nálægt henni. Meðaumkunin vann þó bug á þessu, og ég tók að mér að aka vagninum henn- ar einn klukkutíma á hverjum degi um garðinn okkar, sem var stór og fallegur; og smámsaman tókst með okkur góð vinátta. Eg sætti mig við andlitið á henni, af því það ljómaði af hýru, í hvert skifti sem hún sá mig; leikir okkar komu henni til að babla og tala; hún hló að skrípalátum mínum, og öllum til undrunar tók þessi lamaða sál nú að þroskast, eins og einhver kyngikraftur hefði snortið hana. En þó man ég eftir því, að oft sofnaði hún alt í einu, hvar sem hún var, og þá stóð ég yfir henni með vasa- klútinn á lofti, til að reka flugurnar frá andlitinu á henni. Pegar við komum heim, lagði hún báðar hendur um háls mér, svo mér veitti léttara að bera hana upp þrepin og inn. Ekki leið á löngu, áður en ég varð að kenna henni að lesa, af því henni fundust bækurnar mínar vera nokkurskonar leikföng, sem hún vildi skilja, af því ég skildi þau. Og hvernig stóð á því, að ég sjálfur alt í einu varð svo iðinn að lesaf Ójú, af því ég altaf varð að hafa eitthvað nýtt á takteinum til að segja Varenku. Aldrei gleymi ég, hvað henni þótti gaman að hlusta á mig! En innan skamms fór hún að spyrja, og þá varð ég aftur að fara í bækurnar, til að sækja svar. Svona uxum við upp saman, næstum eins og við altaf héldumst í hendur, og á hverjum degi sló gleðiroða á andlit hennar, og hlátur hennar varð hljómmeiri, þegar hún sá mig. Nú er mér liðið úr minni, hvort þetta skeði að sumarlagi eða um vetur, en mér finst að dagarnir hafi allir verið skínandi bjartir og himininn altaf jafn-aðdáanlega heiður og blár. Faðir minn var harðdrægur maður, en vildi mér vafalaust vel á sína vísu. Einn góðan veðurdag, þegar ég kom heim frá skólanum, var búið að flytja Varenku frá okkur á annað heimili í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.