Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 34
á bakið á mér; og þó réði ég mér varla fyrir gleði, af því Zeba- ída var svo nærri mér, að ég stundum kom við olnbogann á henni. Loks fórum við að rífast, af því einhver ókendur eldur brann f brjóstum okkar beggja. Hún kallaði mig hund, og ég fræddi hana á því, að hún væri gæs. Eg hefði getað rekið hnífinn minn í hana, bara til þess að enginn annar tæki hana frá mér, og hún reyndi til að hata mig, af því hún var stórlát og óttaðist að- elska mig árangurslaust. Hvað eftir annað ætlaði hún að fá mér aftur sylgjuna mína, en þegar ég vildi ekki taka við henni, stokk- roðnaði hún af gleði. Samferðafólkið hló að okkur og sagði, að bezt væri að skilja okkur, úr því við værum altaf að rífast. En ef einhver varð á milli okkar á veginum, flýttum við okkur saman aftur. Hún sagði mér mörg bituryrði, og um kvöldið, þegar við vorum kom- in í áfangastaðinn, fór hún og þakkaði öðrum manni fyrir, að hann hefði borið byrðina hennar, enda þó það væri ég. Svona var hún, og móðganir hennar særðu mig eins og hnífstungur; en um nóttina eftir hefndi ég mín. Pegar allir voru sofnaðir kringum bálið, gekk ég hljóðlega til hennar og vakti hana. Hún reis á fætur, gekk afsíðis ásamt mér, og spurði mig, hvort ég væri genginn af göflunum. Eg svaraði, að henni skjátlaðist, ef hún héldi, að mér þætti vænt um hana, og bað hana að hætta þessum eltingaleik. En þá hefðuð þið átt að sjá hana; hún æpti upp yfir sig og gaf mér utanundir, og ég rak henni löðrung í staðinn, svo hún féll, og ég fann, að blóð kom á hendina. Ég varð lafhræddur og tosaði henni niður að fljótinu og baðaði hana í framan með köldu vatni. Hún raknaði við, og lá um stund þegjandi við hliðina á mér. En svo- sagði hún: »Hvað heldurðu að hann faðir minn geri við þig eftir þetta?« Ég svaraði ekki, og hún bætti við: »Hann drepur þig.« Ég vissi, að hún hafði rétt fyrir sér, kvaddi hana og tók til fót- anna; hvert ég fór, vissi ég ekki. Ég heyrði, að hún kallaði á eftir mér, en skifti mér ekkert af því, og hljóp alt hvað fætur toguðu. ?á heyri ég alt í einu til hennar í grend við mig; rétt á eftir er hún komin jafnhliða mér og í sama bili fleygir hún sér um hálsinn á mér. Hún grátbændi mig um að fyrirgefa sér og sagði mér að drepa sig, og ég fékk henni hnífinn minn og bað hana að reka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.