Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 46
198
Litlari lízt mér en fló lítill um leggina og þjó,
litlasti meistarinn sjálfur; litlust er sálin hans þó.
Um Björn biskup þorleifsson, er þóttist hafa »lagfært« sálma
Hallgríms Péturssonar, var kveðið:
Hallgrímur, — hauðri byrgður, — »lagfærður« — liggur æruvirður.
Eftir Jón Arason draup Island í kveðskap sem öðru, einkum
þó hvað gleðskap og gamanvísur snerti, og gekk svo fram á
miðja 17. öld. Þó voru flest skáldin, sem þá kváðu, norðlenzk,
eins og séra Einar i Eydölum, bezt’a skáld á því tímabili, og
þeir Svalbarðsbræður, Magnús prúði og Staðarhóls-Pdll, Þórður
d Strjúgi séra Guðmundur d Felli séra Ólafur d Sauðanesi
o. fl. Eiginleg alþýðuskáld voru þá engir nema Þórður á Strjúgi,
og má því sleppa 17. öldinni — fram að beztu dögum séra
Stefáns í Vallanesi og séra Hallgríms Péturssonar. Pví að allir
hljóta að finna, að flest, sem kveðið var og ritað á íslenzku alla
stund frá 1550, er einkennilega sálarlaust, fjörlítið og fegurðar-
snautt. Um lífsgleði og glens var þá hvergi að tala, alt þesskonar
var byrgt niðri í sér, því enginn þorðiaðlifa. Pá stóð galdra-
brennuöldin og stóridómur, og danskt dómsvald réði á þingi. Og
þá hófst verzlunareinokunin! Það, sem barg hinu kalda og hug-
sjúka lífi þjóðarinnar, hvað bókfræðina snertir, var ekki siða-
bótin, því henni fylgdi engin veruleg siðmenning, meðan hvorki
var til trúar- né hugsanafrelsi. Pað, sem loks kveikti nýjan menn-
ingarstraum, voru göm/u bókmentirnar, sem vitrustu menn lands-
ins tóku þá að þýða og skýra. En þótt eymd og óöld gengi
enn nær hag og öllu ástandi lands vors allan fyrri hluta 18.
aldarinnar, tóku þó þá þær breytingar að grafa um sig og ger-
ast, sem urðu grundvöllur vorrar nútíma-viðreisnar.
Með byltingunni miklu á Frakklandi kom, — eða var komið
— nýtt skrið á þjóðina til sjálfráðrar hreyfingar, fjörs og dáða,
þótt bæði sýndi það sig tregt og mismunandi víða. Hér hjá oss
stríddu og störfuðu vorir fyrstu viðreisnarvinir 18. aldar, þeir
Skúli fógeti, Eggert og Bjarni (og síðar Sveinn Pálsson), Jón kon-
ferenzráð Eiríksson, Magnús Stephensen og margir aðrir; var þá
og hin danska stjórn orðin oss vinveitt og sendi oss bæði nýta
menn og mikið fé. En er lifna tók við í landi eftir hinn fyrra
fjárkláða, dundu yfir Skaftáreldarnir og lögðu meginið af bjarg-
ráðum landsins aftur í eyði, en 9 þúsundir manna dóu úr hungri