Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 30
fanst mér hinn fegursti morgunroði ljóma í litla herberginu okkar. Ég þerraði af henni tárin og sagðist ætla að taka á mig synd hennar; en hún grátbændi mig um að fá að bera hegninguna fyrir okkur bæði og kysti mig hvað eftir annað. Ég stakk upp á að við skyldum flýja saman, og félst hún fagnandi á það. En þegar við vorum í þann veginn að fara af stað, kom mér til hug- ar fataleysi mitt, og því afréðum við, að ég skyldi fyrst fara heim og ráðstafa munum mínum, og næstu nótt skyldi ég svo sækja hana í bát þar að ströndinni. Hún fylgdi mér út, og ég tók litla bátinn þeirra og reri heimleiðis til mín. Pað var ógleymanlegur morgunn. Dagur var nýrunninn, sólin kom upp í eldlegum ljóma, og fjörðurinn og ás- arnir kringum hann skrýddust konunglegum skrúða. Hversu oft hafði ég ekki séð sólaruppkomuna, en áður hafði sólin aðeins náð að verma augnalok mín, en aldrei getað náð tökum á sál minni. Eyjunum umhverfis hafði ég kynst á skemtisiglingum mín- um, en í dag voru þær orðnar að stórvöxnum kynjafuglum, er syntu um fjörðinn og buðu daginn velkominn. Fjörðurinn var orðinn gullin brú, og hélt ég leiðar minnar eftir henni í eins- konar sigurför. Sæfuglarnir görguðu uppi í klettunum, og ég stóð upp í bátnum og breiddi faðminn móti þeim. Alt til þessa höfðu mér virzt mennirnir vera breyskir og brotlegir, og að flestir þeirra ættu vísa eilífa glötun. En nú hóf sál mín sig upp í hæðir himn- anna á arnvængjum ástarhamingju sinnar og hrópaði til hins harð- ráða drottins: »Pér leyfist ekki að gera bræðrum mínum nokkurt mein!« Og, sjá! þá heyrði ég greinilega svar drottins frá eld- blikandi himindjúpinu: »Sonur sæll! mennirnir hafa sjálfir skapað grýlur þær, er beiskja þeim lífið. Guð er eins og þú ert sjálfur. Viljir þú, að guð sé ljúfur og ástúðlegur, þá vek þessi öfl í eigin sál þinni!« Var þetta ekki ógleymanlegur morgunn! I’egar ég loks var kominn heim til mín, fanst mér bústaður minn vera myrkrakrá, þar sem eitthvað óhreint slæddist í hverjum kima. Ég opnaði alla glugga, féll á kné og þakkaði guði með því einu, að fórna höndum mót sólu. Mér skildist nú, að fegurst allra bæna er and- varp af einskærri gleði. Ég tók prestbúning minn og lét í poka, bjóst sjálfur eins og aðrir menn, tók alt, sem ég átti fémætt, og hraðaði mér aftur niður í bátinn. Pegar ég var kominn út á fjörðinn, fleygði ég pokanum í sjóinn og hef aldrei séð hann síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.