Eimreiðin - 01.09.1913, Page 30
fanst mér hinn fegursti morgunroði ljóma í litla herberginu okkar.
Ég þerraði af henni tárin og sagðist ætla að taka á mig synd
hennar; en hún grátbændi mig um að fá að bera hegninguna
fyrir okkur bæði og kysti mig hvað eftir annað. Ég stakk upp á
að við skyldum flýja saman, og félst hún fagnandi á það. En
þegar við vorum í þann veginn að fara af stað, kom mér til hug-
ar fataleysi mitt, og því afréðum við, að ég skyldi fyrst fara
heim og ráðstafa munum mínum, og næstu nótt skyldi ég svo
sækja hana í bát þar að ströndinni.
Hún fylgdi mér út, og ég tók litla bátinn þeirra og reri
heimleiðis til mín. Pað var ógleymanlegur morgunn. Dagur var
nýrunninn, sólin kom upp í eldlegum ljóma, og fjörðurinn og ás-
arnir kringum hann skrýddust konunglegum skrúða. Hversu oft
hafði ég ekki séð sólaruppkomuna, en áður hafði sólin aðeins
náð að verma augnalok mín, en aldrei getað náð tökum á sál
minni. Eyjunum umhverfis hafði ég kynst á skemtisiglingum mín-
um, en í dag voru þær orðnar að stórvöxnum kynjafuglum, er
syntu um fjörðinn og buðu daginn velkominn. Fjörðurinn var
orðinn gullin brú, og hélt ég leiðar minnar eftir henni í eins-
konar sigurför. Sæfuglarnir görguðu uppi í klettunum, og ég stóð
upp í bátnum og breiddi faðminn móti þeim. Alt til þessa höfðu
mér virzt mennirnir vera breyskir og brotlegir, og að flestir þeirra
ættu vísa eilífa glötun. En nú hóf sál mín sig upp í hæðir himn-
anna á arnvængjum ástarhamingju sinnar og hrópaði til hins harð-
ráða drottins: »Pér leyfist ekki að gera bræðrum mínum nokkurt
mein!« Og, sjá! þá heyrði ég greinilega svar drottins frá eld-
blikandi himindjúpinu: »Sonur sæll! mennirnir hafa sjálfir skapað
grýlur þær, er beiskja þeim lífið. Guð er eins og þú ert sjálfur.
Viljir þú, að guð sé ljúfur og ástúðlegur, þá vek þessi öfl í eigin
sál þinni!«
Var þetta ekki ógleymanlegur morgunn! I’egar ég loks var
kominn heim til mín, fanst mér bústaður minn vera myrkrakrá,
þar sem eitthvað óhreint slæddist í hverjum kima. Ég opnaði
alla glugga, féll á kné og þakkaði guði með því einu, að fórna
höndum mót sólu. Mér skildist nú, að fegurst allra bæna er and-
varp af einskærri gleði. Ég tók prestbúning minn og lét í poka,
bjóst sjálfur eins og aðrir menn, tók alt, sem ég átti fémætt, og
hraðaði mér aftur niður í bátinn. Pegar ég var kominn út á
fjörðinn, fleygði ég pokanum í sjóinn og hef aldrei séð hann síðan.