Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 33
185
undarlegan titring fara um mig allan. Ég hafði silfursylgju á
treyjunni minni, sem hún einusinni hafði beðið mig að gefa sér,
en ég hafði svarað henni háðsyrðum einum. Nú laumaðist ég af-
síðis, skar sylgjuna af og fór og stakk henni í lófann á henni og
bún leit á mig, meðfram í þakklætisskyni, og brosti oftar en
einu sinni.
En síðan lögðust allir til svefns kringum bálið; og ég held,
vinir mínir, að líf okkar byrji eiginlega þá fyrstu nótt, er oss
virðist heimurinn svo góður, að við getum ekki sofið. Eg lá
vakandi, af því mér fanst ég geta þekt andardrátt hennar meðal
allra hinna, og hvað eftir annað hugsaði ég: »Hvað hefur komið
fyrirf Hefurðu fargað fallegu silfursylgjunni þinni? Hún hét Zeba-
ída; og ég lá grafkyr og var að bisa við að búa til stafi úr
stjörnunum, svo ég gæti skrifað nafnið hennar um þveran him-
ininn. Hlýinda-gola frá vínhlíðunum í grendinni lék um okkur,
þrungin af ilm af vínberjum og nýslegnu grasi. Og ég skýrði
goluna Zebaídu, af því mér var svo unaðslegt að anda henni að
mér.
Hafið þið, vinir mínir, vakað að nóttu til innan um fjölda
sofandi fólks, og hefur þar á meðal verið nokkur, sem með
andardrættinum einum saman hefur komið ykkur til að hlusta
hugfangnir? í hvert skifti sem þessi hljóð streyma inn í eyru
manns hefur það sömu áhrif og ofurlítil ástaratlot og gengur
gegnum merg og bein eins og hitaflog. Við og við snýr hún sér
í svefni, og í hvert skifti fær maður sting í hjartað af gleði, eins
og hún sneri sér vegna manns. Ég sat þarna lengi og hlustaði á
alt þetta; en loks stóð ég upp og lagði við á eldinn til að halda
mér aleinum dálitla hátíð.
Daginn eftir sviftum við tjöldum og héldum þaðan. Ég var
látinn bera þunga byrði á bakinu, og þó var mér léttara um
sporið en nokkru sinni áður, af því ég gekk samsíðis Zebaídu.
Við sáum langar raðir af kaupskipnm halda niður eftir fljótunum,
og ég hafði heyrt, að þau væru hlaðin dýrindisvarningi frá Austur-
löndum, er sendur hefði verið til Feneyja. Ég var upp með mér
yfir að geta frætt Zebaídu á þessu, en hún bara hló að mér og
sagði ég væri flón. Hún bar líka þunga byrði á bakinu, og ég
tók talsvert úr pokanum hennar og lét í minn poka, og það þó
hún linti ekki látum að draga dár að mér. Rykið úr götunum
fauk framan í okkur, hitinn var óþolandi, byrðin nuddaði fleiður
13