Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 72
224
og efnið alt annað en frumlegt. Vér trúum því trautt, að það fallr
almenning' í geð nú á dögum, þó það væri gott kvæði á sínum tíma.
Hitt ritið, fyrirlesturinn um rétt íslendinga í Noregi o. s. frv., er
nokkru alþýðlegra, en þó fremur strembið. En í því er fróðleikur,
sem gott er fyrir alþýðu að fá, þó skýringarnar á »landaurunum« sé
lítt fullnægjandi. y q
OLAV SCHR0DER: DAGLEGAR LÍKAMSÆFINGAR. Þýtt
hefir Ólafur Rósenkranz leikfimiskennari.
Kver þetta er einkum ætlað til þess að leiðbeina mönnum við
heimaleikfimi. Er því skift í fleiri kafla, og fyrst sérstakar æfingar
fyrir börn, þá fyrir fulltíða kvenfólk og roskna karlmenn og miðaldra
menn, sem ekki hafa iðkað leikfimi, og loks fyrir hrausta karlmenn á
bezta aldri. Til skýringar á æfingunum eru 40 myndir og kverið í
1 öllu tilliti hið álitlegasta. Æfingarnar virðast heppilega valdar, enda
hafa meðmæli merkra uppeldisfræðinga, og þýðingin er vel af hendi
leyst. Kverið á því skilið, að því sé vel tekið, og væri vel, að sem
flestir vildu færa sér leiðbeiningar þess í nyt og temja sér leikfimi í
heimahúsum. y Q,
ÁRBÓK HÁSKÓLA ÍSLANDS 1911 — 1912.
í henni er, eins og lög gera ráð fyrir, fyrst skýrsla um stofnun
háskólans, þá um stjórn hans, kennara og nemendur, fjárhag o. fl.
Sem fylgiskjöl eru prentuð stofnunarlög háskólans, reglugerðir, gjafa-
bréf, skipulagsskrár sjóða o. s. frv. Aftast er svo stafrétt útgáfa af »Stúfs
sögu« eftir próf. B. M. Ólsen. y Q
Islenzk hringsjá.
GUÐM. MAGNÚSSON: ECHINOKOKKENOPERATIONEN. Beitrag zur
Pathologie und Therapie der Echinokokkenkrankheit. (Sérpr. úr »Archiv fiir kli-
nische Chirurgie. ioo. bd. 2. h.)
Petta er alllöng ritgerð, 89 bls. í stóru 8 blaða broti. Hún er algerlega vís-
indalegs eðlis, eiginlega heil kenslubók um sullaveikina og skurðlækningar við henni.
Aftast í ritgerðinni er útdráttur úr sjúkrasögu sjúklinga og um afdrif þeirra, er höf.
hefur skorið vegna sullaveiki.
Pó hefur ritgerðin og inni að halda ýmislegan almennan fróðleik og merkilegar
athuganir höf. sjálfs um sullaveikina, sem ég hygg að almenningur hafi bæði gagn
og gaman af að þekkja.
Höf. getur þess þegar í upphafi ritgerðarinnar, að vér íslendingar eigum því
lítið öfundsverða hrósi að fagna, að vera hæstir á blaði í Evrópu með sullaveikina,
og vekur um leið máls á því (í neðanmálsgrein), hvaðan sullaveikin muni fyrst hafa
komið til íslands. Pað er enn þá órannsakað mál. Leiðir höf. líkur að því, að
upphaflega munum vér hafa fengið hana frá Skotlandi, Orkneyjum eða Suðureyjum,
en ekki frá Noregi, því þar er mjög lítið um hana nú, en þaðan mundi hún tæp-