Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 16
— Alheimsborgarinn þolir þetta og er ánægður, ef hann getur sagt sig í þing með einhverjum Mammonsgoða í fjarlægum lönd- um. En þeir foreldrar, sem slíta sér upp til agna, til þess að gefa þjóð sinni tíu menn fyrir tvo, — þeir eiga allar hjartarætur sfnar grónar niður í þann grasvörð, sem framliðnir foreldrar þeirra og langfeðgar hafa yrkt og aukið. Munið þér söguna um Örvar-Odd, þegar hann kom heim á föðurleifð sína 300 ára gamall og leit yfir auðnina, þar sem áður var blómleg bygð. Þar var Berurjóður. Og þar var upp blásinn hausinn Faxa. Mikið þótti Oddi að sjá þessa aldeyðu föðurleifðar sinnar og brá hann sér þó ekki við smámuni. Vera má, að sagan sé skröksaga. En hún sýnir þó miðstöð manngildisins, þar sem allir tilfinningaþræðir mannsins koma saman í einn stað og vekja upp ættjarðarástina og gera hana klökkva af endurminningum. Eg stend ekki á sjónarhæð víðförla mannsins, þrjú hundruð ára gamla. En þó hefi ég ekki skap til þess að horfa hugsjón- unum yfir eydda og blásna föðurleifð vora. Ég get sætt mig við dauðann, hvenær sem hann kemur og ber að dyrum mínum. En ég get ekki sætt mig við þetta. Eg get ekki hugsað til þess fyr- ir sjálfs míns hönd, sona minna né kynkvíslarinnar, sem byggir landið og bygt hefir um 1000 ár. Eg vildi sjá alla heimskringluna, ef ég ætti þess nokkurn kost, ferðast um öll lönd austan frá óttuskeiði og vestur að nátt- málum. En ég mundi hvergi vilja setjast að. Ég mundi vilja kom- ast heim aftur, til að segja sögu mína og deyja síðan, þar sem náttsólin vakir á sumrin og norðurljósin glóa á vetrinn. Ég vildi læra erlendar tungur, ef ég mætti, og lesa bækur hinna ódauð- legu spekinga, sem eru mér lokaðar. En ég vildi ekki kaupa þá kunnáttu fyrir það verð: að gleyma móðurmáli mínu. — Það teldi ég ekki hagkeypi. fað, sem ég vil ekki í þessu efni handa sjálfum mér, kýs ég ekki heldur í hlutskifti þjóðarinnar, sem ég tilheyri. En það, sem ég þrái sjálfur, óska ég að veitt verði ætt- bálki mínum. — Eg veit það vel, að lífskjörin eru blíðari í sumum löndum, en landinu okkar. En þó sit ég fastur við minn keip, undir á- gjöf Ishafsins. Pað er ef til vill ekki viturlegt. En tilfinningarnar mega ekki lúta í lægra haldi æfinlega íyrir skynseminni. Tökum til dæmis faðerni einstaklingsins. Sú skynsemi, sem virðir að vettugi móðurmál og föðurland, hún getur alt að einu sett upp spekings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.