Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 13
165
þó reyndar fleiri, sem rétt væri að leggja fyrir skáldmælta mann-
inn í skrifstofunni. Spurningar mínar til hans eru þessar: Hvers-
vegna komast Islendingar áfram betur en flestir aðrir vesturfarar?
Er það fyrir þá sök, að ættjörð þeirra er gæðalaus? — Engin
landgæði eru til á íslandi, segir Baldvin. — Hefir mannkynssagan
sýnt það og sannað, að vínber fáist af þyrnum og þistlum? Eru
nú eplin tekin til að falla og fljúga langar leiðir frá eikunum?
Veit ég það að vísu, að landið okkar er grýtt, og hörð veðráttan.
En hvern, sem drottinn elskar, agar hann, segir ritningin. Hún er
orðheppin, sú gamla, þótt hún sé runnin undan tungurótum mann-
anna. Og ættjörðin okkar fylgir sömu reglunni sem Jahve — hún
er hörð við börn sín og ströng í uppeldisreglunum. Og þess-
vegna kemst í þau kjarkur og manndáð og framsækni. — Eg er
ekki spámaður. En þó veit ég það, að niðjar Baldvins ritstjóra
komast ekki til jafns við hann í framkvæmdum eða leikni, þó að
þeim sé betur búið í hendur en honum, »frá almennu sjónarmiði«.
Pað, sem gera mun gæfumuninn, er þetta: að í »góða landinu«
venjast börnin ekki við þá hörðu hönd viturrar fóstru, sem stælir
manngildið og herðir það til afreka. — Ritstjóri Heimskringlu
hefir sagt í blaði sínu, að hann ætti ekkert að þakka ættjörðinni.
En það er fjarstæða. Hann á henni að þakka alla þá hæfileika,
sem komið hafa honum til manns. Og má það vera undarleg
náttúra í einu barni, sem ekki verður brugðið um vitskort, að
það skuli dilla sér hverja stund og alla daga við það, að bíta
hana móður sína í geirvörtuna og skamma hana fyrir megurð í
ofanálag, þegar hún er búin að selja því (barninu) þeirri mjólk,
sem nauðsyn barnsins krefur.
það land, sem leggur Kanada upp í hendurnar bezta land-
nema — duglegasta og greindasta — það land getur ekki verið
úrþvætti allra landa. Af ávöxtunum þekkjast trén. Vont tré getur
ekki borið góðan ávöxt, segir meistarinn. Og hann sagði satt.
Nú hefi ég fært fram ýmsar ástæður fyrir því, að landið sé
ekki kríusker, og ómaklegt þess að leggjast í eyði. Hefi ég fært
fram röksemdir frá frjóefnasviði landsins og boðið byrginn »slétt-
unni ómælilegu, endalausu«, »kjarnamoldinri kviku«. Og hins
vegar hefi ég sýnt fram á þá góðu raun, sem Fjallkonubörnin
gefa erlendis, þegar þau ganga fram á Hofmannaflöt lífsins og
takast á um keppikefli og þreyta hlaupskeið um hnossgæti líkama
og sálar. — En fleira verður að mæla en lofsyrði um hátterni