Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 59
21 I
úruöflin hafi hvert í kapp við annað unnið að því, að gera Þingvelli
svo dýrðlega og aðlaðandi, að ekki gæti hjá því farið, að sá staður
framar öllum öðrum á landi hér heillaði þjóðina með fegurð sinni.
Það var trú fornmanna, að hollvættir landsins byggju í hverjum
hól og hverju fjalli. Mun það eflaust hafa aukið helgi þingstaðarins,
í þeirra augum, að hollvættirnar sátu í fjöllunum umhverfis og mynd-
uðu hvirfing um hann og héldu yfir honum verndarhendi. Þetta mun
Geitskór hafa séð, er hann valdi hann að þingstað.
Náttúrufegurð og sögufrægð Þingvalla gæti ekki verið höfð í jafn-
litlum metum hjá neinni menningarþjóð, eins og raun er á, nema ís-
lendingum einum.
Sé það talinn vottur um ræktarsemi við fortíðina, að tína saman
og varðveita frá glötun forngripi vmsa, og þá harla ómerka suma
hverja, ætti það ekki síður að teljast ræktarsemi, að varðveita frægasta
og fegursta sögustaðinn, sem til er á íslandi — Þingvelli við Öxará.
En þó að Þingvellir hafi verið og séu enn í mestu vanhirðu og
niðurntðslu, eru þeir samt íslendingum einhver hjartfólgnasti bletturinn,
sem til er á landinu, enda væri harla einkennilegt,, ef svo væri ekki;
en slíkt kemur þó ailajafa ekki f ljós í verkinu. Ymislegt má þó til
telja, sem lýsir hlýju hugarþeli manna til sögustaðarins forna.
Auk þess sem íslendingar sjálfir ferðast til Þingvalla til að skoða
þá sem sögustað, telja þeir það skyldu sína, að fylgja útlendingum
þangað, sem heimsækja landið — og því fremur sem þeir eru tignari
— til þess að sýna þeim náttúrufegurðina, og þá sjálfsagt um leið, að
skýra þeim frá atgjörvi og frægð þeirra manna, er þar háðu alþingi
til forna.
í annan stað lýsir sér tilfinning þjóðarinnar á þessum stað, og
ástríki á honum, í hinum svonefndu Þingvallafundum, sem haldnir hafa
verið stöku sinnum eftir að alþingi var lagt þar niður. Þegar vanda-
mál ber að höndum. eða fram úr einhveijum landsmálum þarf að
ráða viturlega, sendir þjóðin fulltrúa sína til Þingvalla til skrafs og
ráðagerða. Með fundahöldum þessum finst þjóðinni enn í dag hún
eiga sér örugt og órjúfanlegt vígi, þar sem Þingvöllur er. Henni þykir
eins og ráðsnillingnum Snorra goða að Helgafelli, að þau ráð, sem
ráðin séu á fornhelgum stað, muni sízt að engu verða, enda hefur það
alloft ræzt.
Þá láta skáldin ekki á sér standa, að halda uppi hróðri Þingvalla
í ljóðum sínum. Þau skoða hann enn í dag sem shelgan völl« og
»hjarta« íslands, og velja honum mörg önnur vegleg heiti, enda á
hann slíkt fyllilega skilið. En það fer oft svo, að verst er með það
farið, sem maður ann mest, og sannast það fyllilega á Þingvöllum.
Einmitt á meðan þeir eru hlaðnir lofköstum í ljóðum skáldanna, eru
þeir niðurníddir í verkinu.
Landið gengur úr sér og eyðilegst ár eftir ár. Hraunhólarnir á
Þingvöllum, og umhverfis þá, voru áður huldir þykku jarðlagi, og
klæddir gróðurmiklum skógi; þeir standa nú berir og naktir; jafnvel
mosanum, sem á þeim vex, er ekki hlíft; honum er flett af grjótinu
og kastað í eldinn, þegar ekki er annað fyrir hendi. Skógarkjarrið,
sem enn er eftir hér og hvar um hraunið, eyðilegst óðfluga og hverf-