Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 69
221
(Viborg) f. Vébj'órg, því svo heitir bærinn í fornritunum (af »vé« og
>;lijörgt, flt. af »bjarg«). — Viðkunnanlegra teldum vér og á íslands-
kortinu að hafa Faxajlói heldur en »Faxafjörður«, sem komist hefur
inn á kortin úr Landnámu, en enginn íslendingur brúkar nú lengur.
Er það eitt dæmi þess, hve gjarnt mönnum er til að éta upp hver
eftir öðrum hugsunarlaust.
Með uppdrætti hvers lands fylgir mynd af fána þess, og með ís-
landsuppdrættinum mynd af fálkamerkinu. Sérstök kort eru og yfir
landslag, og litagreining hin bezta til skilningsauka. y Q
TÍMARIT KAUPFÉLAGA OG SAMVINNUFÉLAGA. VI. ÁR.
Ritstjóri Sigurhur Jónsson. Akureyri 1912.
Tímarit þetta er mjög myndarlega úr garði gert og heldur fast
á stefnu sinni. Langmest af efni þess er ritað af ritstjóranum sjálfum,
og einkennilega vel ritað og hugsað af óskólagengnum manni
Mikið rúm taka auðvitað margskonar skýrslur frá kaupfélögum og
samvinnufélögum, en annars eru þar helztu ritgerðimar þessar: »Endur-
minningar« (um upptök Kaupfél. í’ing.) eftir Jakob Hálfdánarson og
ritstjórann, »í’jóðleg fæða« (um skyrið okkar Og hollustu þess) eftir
Pétur Gauta, sumpart þýtt og sumpart framritað; »Félagsskipun, sam-
vinna og samhjálp* (fyrirlestur) eftir ritstjórann,. og svo þýðing á tveim-
ur dönskum fyrirlestrum, og eru þeir allir góðir og mikið af þeim
að læra. y q
INGIBJÖRG ÓLAFSSON: NOKKUR ORÐ UM SIÐFERÐIS-
ÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI. Rvík 1912. (Verð 25 au.)
»Siðferðiskröfur manna hér á landi hafa aldrei verið háar. ís-
lendingasögurnar sýna, að forfeður okkar hafa ekki allskostar verið til
fyrirmyndar í þeim efnum.«
Með þessum orðum byijar þessi ritlingur, og rekur því næst sögu
þjóðarinnar, öld fyrir öld, til þess að sýna, hve áfátt siðferðisástandinu
hafi verið á hverjum tíma. Og að lokum er harla ófögur lýsing á
siðferði íslendinga nú á dögum, einkum í höfuðstað landsins, og er
þar óþægilega komið við illkynjuð kaun í þjóðlífi voru.
Því hefir verið haldið fram, að ritlingur þessi væri öfgakendur,
og því verður heldur ekki neitað, að svo sé. 1 honum er óneitanlega
málað með svörtustu litunum, sem höf. hefir fundið, með ljótustu dæm-
unum, sem til eru í fortíð vorri og nútíð. En þetta er ekkert tiltöku-
mál í ritlingi, sem vill berjast á móti þjóðlöstum. Slíks gætir jafnan
nokkuð í allri baráttu, að menn grípa helzt til þeirra dæmanna, sem
sterkasta hafa litina, og því eru líklegust til að hafa mest áhrif á les-
andann eða áheyrandann. Auðvitað verður þá oftast of frekt í farið
og meira gert úr löstunum, en rétt er. Og svo er og í þessum ritlingi.
Dæmin, sem tilfærð eru, eru víst flest eða öll sönn, en þeim oft gefið
meira alment gildi, en rétt er. Mörg af þeim eru undantekning-
ar, sem fyrir koma hjá öllum þjóðum á öllum öldum, og verður ald-
rei við því spornað, að slíkt geti fyrir komið, af þvf »mennirnir eru nú
ekki eins góðir, eins og þeir ættu að vera«.
En þótt ýkjur séu með í spilinu og víða of langt farið, á höf.