Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 39
i9i ihjá mér, og mér fanst það sjálfsagður hlutur, að við ætíð ættum að vera saman, við bæði tvö. Vinir mínir! Sleppið ungum manni lausum innanum hættur •og freistingar, stingið heilli biflíu í hvern einasta vasa á honum og haldið langar áminningarræður yfir honum; þegar minst varir, mun hann þó ganga í einhverja gildruna. En gefið honum unga stúlku að verndarengli, og honum mun farnast vel. Pegar hann situr við lesturinn, mun hún svífa umhverfis hann og skerpa skiln- ing hans. Pegar hann er þar, sem glatt er á hjalla, mun hún sitja heima hjá honum og seiða hann til sín. Petta er mín reynsla. En látið mig heldur segja ykkur frá því, þegar sumarleyfið byrjaði og við sáumst aftur. Pá var hún sloppin úr ökustólnum, og sat á venjulegum stól, þegar ég kom inn; og óðar en hún •kom auga á mig, reis hún á fætur og rétti báðar hendurnar að mér, svo ég flýtti mér að taka hana í faðm mér, því ég var hræddur um, að hún mundi ekki geta staðið ein. Svo sátum við saman og gömnuðum okkur og horfðum hvort á annað. Húti hæddist að mér fyrir það, hvað yfirskeggið á mér væri lítilfjör- Jegt, og mér til mestu undrunar sá ég, að andlitið á henni var ekki vitund skakt lengur. Veika augað var líka því sem nær al- bata, og það var kominn einhver ungmeyjablær á alt fas hennar, sem gerði mig feiminn við að líta í augu henni. Og hve lét það ekki undarlega í eyrum, þegar hún nú sagði mér, að bráðum ætti hún að fá að fara að ganga, og að hún hefði greinilega fundið, hvernig fætur hennar styrktust æ því meir, sem nær leið sumar- leyfinu, af því hún hefði hugsað sér að geta hlaupið á móti mér, þegar ég kæmi heim. En hvorugt okkar rendi grun í, hvað nú beið okkar. Pegar ég kom heim, sagði faðir minn mér, að á morgun ætlaði hann að leggja af stað með Varenku til foreldra hennar. Hún væri nú ■orðin albata, sagði hann. Hvað átti ég að gjöra? Pað var vita gagnslaust að reyna að hafa föður minn ofan af þessu. Og það var orðið of áliðið dags, til að heimsækja hana aftur. Eg sendi henni í snatri nokkrar lín- utr, og nærri má geta, hve hissa ég varð, þegar bréfberinn kom til baka með miða, og á honum stóð: »Komdu í garðinn okkar, þegar allir eru háttaðir.« Hvað gat hún átt við með þessu? Seint um kvöldið lagði ég af stað í garðinn, og gekk inn í hann bak við húsið; og ég var allur á glóðum, hvað nú mundi verða úr þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.