Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 21
'73 Þetta var samstundis gjört, og þegar logandi ljósin voru kom- in sitt hvorum megin viö höfðalagið, strauk hann niður langa skeggið sitt snjóhvíta og hóf frásögn sína, en bræðurnir hlustuðu á. »Vinir mínir! I æsku minni sagði kennari minn mér frá brautum himintunglanna, og mig sundlaði, þegar ég reyndi að setja alt í þeim ómælisgeimi mér fyrir hugskotssjónir. En síðar hef ég þó fundið mælikvarða fyrir óendanleikann, sem vex mér enn meir í augum og er miklu dásamlegri. Hafið þið nokkurn- tíma íhugað, hve margar fagrar konur hafi uppi verið ? Hversu margar borgir og býli skyldu vera til í öllum heiminum nú? Hversu margar borgir og býli hafa verið til áður, sem enginn veit nú um? Alstaðar og á öllum öldum hafa til verið fagrar konur. Til eru borgir, sem eru mörg þúsund ára — hversu margar gyðjur hefir ekki sólin skinið á í einni slíkri borg frá upphafi vega sinna. Af hverju hryggjumst vér sárast, er vér stöndum á rústum gamalla borga? Af því að undir þessum grasi- vöxnu rústum átti kærleikurinn forðum heimkynni, á þessum grasgrónu strætum gengu forðum ungar og fagrar konur, og þær brostu og roðnuðu alveg eins og stúlkur gera á okkar tímum. Hve margar verða það samtals á allri jörðunni frá alda öðli? Trúarbrögð hafa risið og liðið undir lok, þjóðflokkar hafa fluzt eftir fljótum og yfir fjallgarða og ætíð hafa ungmeyjar verið í förinni, og tunglskinið var þá eins og nú. Hugsið ykkur konuna á akrinum, eins og gyðju jarðarinnar, við arninn, á beð sínum, í musterinu; hugsið ykkur hana klædda í silki eða einungis með fíkjublað, hvíta eða gulíinbrúna, ætíð hefur hún verið ljós jarðarinnar. Og nú á þessu augnabliki — því sumstaðar er sólin að síga í sæ einmitt á þessu augnabliki. — Og ég sé þorpin í fjallshlíðunum; þau eru sólroðin af geisladýrðinni, og unga fólkið mælir sér mót við brunninn og gamnar sér og hlær. Ungmærin gengur heim með vatnsfötuna sína, fullorðnir menn heilsa henni og ungu mennirnir keppa um að fá að bera krukkuna fyrir hana. Á morgun klæðist hún ef til vill hátíðisbúningi, eða hún verður skreytt brúðarskarti, eða hún fær fyrsta kossinn á þessu augna- bliki, ellegar hring á hönd sér. Hversu mörg slík augnablik hafa ekki verið á guðs grænni jörð? Hvert eru þær farnar, allar þær meyjar, sem nú eru látnar, en sem forðum brostu með blikskær- um augum og blóðrjóðum vörum. Vinir mínir! Petta virðist mér langtum mikilfenglegra en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.