Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 6
15« gróðasala, en neyðarkaup. Taðan mun vera seld á hálfan fjórða eyri í sveitum, meðan vorharðindi hleypa ekki upp verðinu. En óhætt er að meta pundið á fjóra aura, því að þriðjungur mjólkur- potts fæst fyrir töðupundið til jafnaðar, og það er lágt verð á mjólkurpotti, að virða hann á 12 aura. 3000 pund af töðu með fjögra aura pundverði gerir 120 krónur. 50 kr. dreg ég frá fyrir öllum tilkostnaði, þar með talið afgjald jarðarinnar að því leyti, sem túnteignum nemur, og eru þá eftir 70 krónur, sem er hreinn ágóði. Ameríski dalurinn verð- ur að fara upp úr fjögra króna verðgildi, til þess að ekruágóðinn geti mætt ágóða túnjarðarinnar íslenzku. Engin landgæði eru til á Islandi, segir Baldvin Baldvinsson. Hann telur víst ekki ræktað land nema túnin okkar — ekki áveituengi né þau slægjulönd, sem snjóritin ber á. Af þeim svæð- um fáum vér nautgæft hey um land alt, og er það svo kjarn- gott, að það slagar hátt upp í töðu; er gefið kúm til mjólkur, að þriðjungi og helmingi móti töðu og rýrir það alls ekki nyt kúnna. Gefur vestræna moldin uppskeru af óbrotnu landi og óræktuðu? Þótt ég spyrji að þessu, veit ég vel, að korn sprettur aðeins á plóglöndum, sem erjuð eru og sáin. Og ef Baldvin ritstjóri vill beita skynsemi sinni móti morgunsólinni, þá hefir hann nóg vit til að sjá, að sú jörð er frjósöm í bezta lagi, sem hefir flekkjað sig í 1000 ár, gefið af sér nautgæft hey, ilmandi og anganríkt, en haft þó engan áburð nema þann, sem snjórinn leggur til og regn- skúrirnar. Eg hugsa að sléttan vestræna verði orðin geldmjólk eftir einn mannsaldur, ef hún fær engan áburð, og getur verið góð fyrir því. Pað hefir verið skrifað að vestan austur hingað, að ekkert þurfi að bera á akrana, moldin sé svo frjósöm. Pað getur hepnast um fáein ár. En reynsla Bandaríkjanna hefir sýnt, að moldin verður uppiskroppa eftir því sem árin líða. Pað sannast þar hið fornkveðna mál; Eyðist það, sem af er tekið. Enginn brunnur er svo djúpur, að eigi verði þurausinn. Ritstjóri pappírsveraldarinnar segir það ennfremur, að hér í landi geti ekki garðávextir þrifist til muna, annaðhvort alls ekki, eða þá að landslýðurinn sé svo dáðlaus, að hann skorti mann- rænu til þess að rækta rófur og jarðepli. Hann skellir þó aðal- skuldinni á jarðveginn — ófrjósemi hans og kaldlyndi veðrátt- unnar. Satt er það, að allar þessar óvættir eru hér landlægar —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.