Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 76
228 kvæmni ýmsar dýradeildir. A því er mikil nauðsyn, því dýrafræði íslands hefur um langan aldur verið ótilhlýðilega vanrækt. P. Th. M. GRÚNER: DIE BODENKULTUR ISLANDS. Mit 2 Karten. Berlin 1912. 214 bls. 4to. Stór bók með ýtarlegri lýsingu á jarðrækt íslendinga, samin með vandvirkni og nákvæmni, og hefur höf. notað flest íslenzk heimildarrit, sem hægt var að fá, bækur, ritgjörðir og blaðagreinir. Er það mikil furða, að útlendingur skyldi verða fyr til þess en íslendingur, að safna þessu saman í eina heild. Auk þess að höf. hefur gefið yfirlit yfir atvinnubrögð íslendinga í þessum greinum og lýst tilraunum þeirra og athugunum, þá hefur hann skeytt þar við ýmsum efnarannsóknum á íslenzkum jarðvegstegundum, sem hann hefur látið gera. Bókinni er skift í tvær aðaldeildir; fyrri hlutinn er um mýrlendi á íslandi og almenna jarðrækt, seinni hlutinn um ís- lenzka garðyrkju. Hér getum vér að eins sett stutt efnis)rfirlit, og sýnir það þó, hve ýtarleg lýsingin er og margbrotin. Þar er fyrst talað am stærð á mýrlendi á íslandi og um loftslagsskilyrði fjrrir mýramyndun; þá eru kaflar um ýmsar tegundir mýra á Norðurlöndum, um jurtagróður í mýrum og flóum og um dýjagróður, enn- fremur um milliliði milli mýragróðurs og gróðurs á harðvelli og í móum; loks er talað um rauða og efnasamsetning mýrgrasa. Pá lýsir höf. íslenzkum heyskap og talar um súrhey, lýsir íslenzkum mó, vinnubrögðum við mótöku og torfristu, með myndum af torfkrókum, torfljám o. fl., ennfremur talar hann um tún og þúfur, og getur um ýmsar skoðanir um þúfnamyndun og þúfnasléttun. í^á kemur kafli um íslenzkar jarðvegstegundir og efnasamsetning þeirra, og svo er getið um vatnsveit- ingar, Safamýri lýst, Flóa og Skeiðum. Að lokum er safnað saman allmiklum drög- um til jarðræktarsögu, einkum úr Fornbréfasafninu, og svo kemur skrá yfir heimildar- rit þau, sem til er vísað. í seinni deildinni er garðrækt íslendinga ýtarlega lýst. Par eru fyrst efnarannsóknir á íslenzkum jarðvegstegundum, einkum við hveri og brennisteinsnámur, og svo kemur sundurliðun á íslenzkum postulínsleir (kaolin). Í^ví næst er íslenzk kartöflurækt borin saman við önnur lönd, og svo lýst tilraunum með kartöflur á tilraunastöðum og jarðeplagróðri við hveri og laugar. í’essu næst er rófna- og kálrækt lýst og getið um ýmsar matjurtir og berjarunna, sem þrífast á Islandi, bæði syðra og nyrðra, og svo er klykt út með ýtarlegri sögu garðyrkjunnar á ýmsum öldum. Að endingu ritar höf. ýmsar hugleiðingar um íslenzkan búskap, og getur þess, hve örðugt hann hafi átt uppdráttar hin seinni árin vegna hinna miklu brejrtinga á atvinnurekstri, sem orðnar séu, vegna vinnufólksleysis, kaupdýr- leika, lausamensku og annars andstreymis. Höf. færir mörg rök fyrir afturför jarð" ræktar og garðyrkju á seinni helmingi 19. aldar, og telur upp ýmsar orsakir þeirrar afturfarar, meðal annars hinar miklu breytingar á viðskiftalífinu við önnur lönd. ís- lendingar voru fyrir miðja 19. öld að miklu leyti óháðir öðrum þjóðum í efnalegu tilliti, tóku flestar nauðsynjar sínar hjá sjálfum sér, lifðu við sitt og notuðu allar af urðir landsins, sem þeir bezt máttu. En eftir að verzlunin varð frjáls og hægt var að fá margar erlendar vörur fyrir lítið verð, — og oftast til láns, — hættu Islend- ingar margir heimavinnu og urðu ekki eins dnglegir að bjarga sér, lærðu að nota munaðarvörur fram úr öllu hófi og að haga lifnaðarhætti sínum eftir venju efnaðra þjóða, án þess um leið að auka afrakstur landsins, svo jafnvægi fengist. í>á getur höf. þess, að niðurskurðurinn, sem hann kallar ^ofstækis-, vitfirru- og örvæntingar- hafi gert landinu ógurlegt tjón. Höf. játar þó, að nú sé á hinum síðustu ár- um landbúnaður aftur að lifna við, þó við margt sé að stríða, einkum samkepnina við sjávarútveginn. fó heldur höf., að Islendingar muni geta staðist eldraun hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.