Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 32
er hann hafði legið um stund og hvílt sig, leit hann upp og
mælti: sÞeim er þægt að deyja, vinir mínir, sem elskar liðna
æfi, og í mínum augum er þetta ekki hvað sízt röksemd til stuðn-
ings þeirri sannfæring minni, að ekki geti öllu verið lokið, þó
sótt leggi líkamann í gröfina. Allir þeir, sem ég hef elskað, hvíla
nú í gröfum sínum, og þó finn ég nú blíðuatlot þeirra á andliti
mér, svo að einkennilegur unaður líður um mig allan. En, vinir
mínir, kallið fleiri góða anda hingað. Segið mér frá fleiri af perl-
unum ykkar«.
V.
Kertin voru nú útbrunnin, og þeir settu ný kerti í stjakana
og kveiktu á þeim. Brimhljóðið frá hafinu óx æ úti fyrir, en inni
var hlýtt og hljótt. Sá, er var næstyngstur af bræðrunum, Bene-
dikt að nafni, lítill og tannlaus, hóf nú sögu sína.
»Vinir mínirl Upphaflega var ég flakkari, en ég varð að lok-
um vinur og vildarmaður konungborinna manna. Margt hefir
drifið á dagana fyrir mér, og langar leiðir á æfiferlinum virðast
mér nú hafa verið erfið öræfaganga. En ég eygi þar þó græna,
friðsæla bletti, þar sem hugur minn getur notið hvíldar og ham-
ingju nú á elliárunum.
Tataraflokkur stal mér frá heimili mínu, þegar ég var barn
að aldri; og það fyrsta, sem ég man eftir, er það, að ég var
barinn, þegar ég var svo örmagna af þreytu, að ég gat ekki
fylgst með. Ég var notaður til að skríða inn um gluggana á
nóttum, þegar við vorum á þjófnaðarferðum, og þegar mér mis-
tókst þetta, var mér grimmilega hegnt. — Eitt kvöldið er mér
minnisstætt. Við höfðum tjaldað rétt fyrir utan einn af bæjunum
við Rínarfljótið. Við höfðum kveikt bál og karlmennirnir lágu í
kringum eldinn og voru að drekka brennivín og spila, en kven-
fólkið var að gera börnunum til góða. Og þá uppgötvaði ég, að
sú yngsta af stúlkunum var falleg, og að hún kallaði á mig með
augnaráðinu þvers yfir bálið. Hún var fimtán ára eins og ég, og
þarna sátum við og störðum hvort á annað yfir logana, eins og
við .hefðum aldrei sézt fyrri. Hvernig vék þessu við? Spyrjið
stjörnurnar og vindinn og bálið, sem bar birtu á okkur. Hún var
ekki neinn hvítklæddur engill, ónei, hún var berfætt og rifin með
kolsvart hár, sem að líkindum aldrei hafði komist í kynni við
greiðu eða kamb. En þarna sat hún og horfði á mig og brosti
til mín og kallaði á mig með augunum, svo ég fann einhvern