Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 74
2 26
Af þessu má sjá, að af sjúklingunum hafa verið meira en iielmingi fleiri konur
en karlar, og tiltölulega fáir innan við io ára aldur. Stingur það mjög í stúf við
það, sem víða á sér stað annarstaðar, t. d. í Ástralíu og Argentínu.
f á leiðréttir og höf. ýmsa ósamkvæmni og rangnefni á sullum í erlendum ritum,
sem valdið hafa ýmiskonar misskilningi í þessum efnum, t. d. að gera sterkan grein-
armun á sullinum sjálfum (sullblöðrunni með innihaldi) og bandvefshúsi því, er mynd-
ast utan um sullinn, og eins því, að sullurinn sjálfur er ætíð laus við bandvefshúsið
utan um hann.
Sullunum er nákvæmlega lýst, hvernig þeir líti út á hverju stigi, lifandi, í hnign-
un eða dauðir, og er það mjög mismunandi. Sullurinn lifir sem sníkjudýr í mann-
inum, og sogar næringu til sín gegnum bandvefshúsið, sem utan um hann er, en
sleppir ekki í gegnum sig öðrum efnum en þeim, sem hann þarf sér til viðhalds
og þroska, meðan hann lifir í velgengni. Sullhúsið er fult af tærum vökva, eða
meira eða minna fylt með smásullum af mismunandi stærð (sulldætrum). Innihaldið
getur ennfremur verið galli eða blóði blandið, verið sullgrautur (uppleystar sullblöðrur
eða jafnvel gröftur með gerlum í), og bendir það ætíð á, að sullurinn er í afturför,
rýrnun eða jafnvel dauður.
í næstum því 50 °/0 (af hundraði) hefur höf. fundið smærri sulli í aðalsullinum,
og eru þeir nokkuru lífseigari en aðalsullurinn, og geta verið lifandi, þó aðalsullurinn
(móðursullurinn) sé dauður. Bandvefshús sullarins getur verið liarla mismunandi, þunt,
þykt eða jafnvel kalkað, alla vega lagað og samvaxið nærliggjandi líffærum, sem
sullurinn með vexti sínum hefur hrundið frá sér og fært úr lagi og þrýst saman, og
stundum komið til leiðar rýrnun í þeim, t. d. beinum eða liíur.
Sullirnir geta verið sumpart einstakir og sumpart margfaldir eða margir saman.
Einstakir hafa þeir verið 129, en í 40 tilfellum margfaldir. feir geta alstaðar fyrir
komið í líkamanum, en þó oftast í lifrinni, í 123 tilfellum (72,8 °/0) af 169, sem
höf. hefir skorið til.
Sullaveikin getui einstaka sinnum læknast af sjálfu sér, þannig að þeir springi
inn í meltingarfærin, og ganga þá upp eða niður af manni, eða hvorttveggja, eða
tæmast gegnum lungun; en mjög er þetta þó hæpið. Stundum springa þeir inn
í lífið, og geta þá valdið nýjum sullum til og frá í því; en sé gröftur í sullunum og
gerlar, d*-epa þeir.
Þá er alllangur kafli um skurðaðferðir þær, er höf. hefur notað. Eru þær
kendar við hina og þessa útlenda lækna, og skal hér að eins lítillega á þær minst,
að eins það, að höf. hefur ekki fylgt þeim nákvæmlega, heldur breytt til eftir því,
sem honum fanst réttast og eðlilegast eftir ástæðum, og sem hann af reynslunni sá,
að var öruggast, t. d. að koma í veg fyrir að runnið gæti sullvökvi inn í lífið, þar
sem um holskurði var að ræða. Úr 18 sjúklingum hefur hann numið burtu sullinn
með bandvefshúsinu, alls um 80 sulli, og hefur öllum þeim sjúklingum batnað. Af
214 sjúklingum, sem hann hefur sullskorið, hefur hér um bil 93 °/# batnað. En við
þetta er þó að athuga, að sumir af þessum, sem talið er að dáið hafi, hafa dáið
úr öðrum sjúkdómi, svo að tala þeirra, er batnað hefur, er í raun og veru hærri
en 93 °/e* Ennfremur hafa margir af þessum sjúklingum komið dauðvona til læknis,
með mörg líffæri meira eða minna eyðilögð, og þar á ofan með aðra sjúkdóma, svo
segja má, að flestir þeirra, er dáið hafa, hafi ekki dáið vegna sullskurðsins, heldur
þrátt fyrir hann, oft af því, að kraftarnir voru að þrotum komnir. Árangurinn er
því óvanalega góður, og er það efalaust því að þakka, að höf. hefur verið svo
sérstaklega sýnt um, að velja og viðhafa rétta skurðaraðferð í hverju tilfelli, sam-
fara framúrskarandi vandvirkni og samvizkusemi.