Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 25
177
kné og bað, að guði mætti þóknast að láta dagsbirtuna doka
ofurlítið við, svo að litla stúlkan viltist ekki.
En einkum er mér þó nóttin sú minnisstæð. Ég lá með höf-
uðið á þúfu og poka ofan á mér vegna næturkuldans; alt í
kringum mig lágu sauðirnir, sneru höfðunum áveðurs og jórtruðu
og hrutu. Hundurinn hafði lagt trýnið á öxlina á mér, og ég
strauk honum og kallaði hann Lúkrezíu, af því hárið var svo
mjúkt á honum. Éetta var heiðrík nótt og alstirndur himinn, og
ég starði á stjörnurnar og vissi, að þær voru allar saman ungar
stúlkur, sem sátu þarna og brostu við jörðunni. ^Éú ert ekki
neitt« sagði ég hvað eftir annað við sjálfan mig — »þetta er ekki
til neins fyrir þig«. En þegar ég var sofnaður, breyttust sauðirnir
í hermannaflokk, sem kallaði mig konung sinn, og við öxl mér
hvíldi stúlka í bláum kjól og með rauða húfu, og hún trúði mér
fyrir því, að hún ætlaði aldrei að skilja við mig. Sjálfur var ég í
gullbúnum skarlatsklæðum og réð fyrir mörgum ríkjum og lönd-
um, sem ég hafði unnið með vopnum, aðeins til þess að leggja
það fyrir fætur hennar. Seinna þóttu mér allar stjörnurnar nálg-
ast, og voru þá í hvítum kjólum, og þær söfnuðust umhverfis
okkur og voru brúðmeyjar okkar, af því hinn voldugi konungur
ætlaði að hefja hina ungu Lúkrezíu til þeirrar tignar, að verða
drotningin hans.
Ég vaknaði við það, að hún kysti mig, og sá þá, að það
var hundurinn, sem var að sleikja mig í framan. Sólin var komin
upp og óð í stórum, blóðrauðum skýjum. Sauðir mínir voru á
beit, og ég stökk á fætur, og í fyrsta sinn fagnaði ég hinum ný-
runna degi, »Bráðum kemur hún« hugsaði ég, og ég tók hundinn
á bak mér og fór á sprett með hann, frávita af gleði.
Og þarna gengur maður og starir út yfir víðáttuna allan
þann dag, og næsta daginn með. Ég vissi, að hún mundi ekki
koma, og þó var það dásamlegt, að vera að vonast eftir henni.
En oft tók ég mig tii og lagði dálítil merki hér og þar, sem hún
skyldi rekast á, ef ég dæi, áður en hún kæmi; og þegar ég var
á gangi, hvíslaði ég nafn hennar svo undurlágt, að enginn sauð-
anna gæti heyrt það. En ég man líka eftir því, að ég skar merki
í trékubba, sem hún ein átti að geta skilið, og trékubbunum
fleygði ég í læk og grátbændi hann um að flytja þá beina leið
til hennar.
Ég þarf víst ekki að taka það fram, að hún kom aldrei aftur.