Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 65
217
minnast á, hveiju það hefði verið að kenna, og færa ástæður fyrir, að
svo þyrfti ekki að fara framvegis.
Ummæli höf. um friðunina virðast og helzt til óljós og stundum
of víðtæk. Ætti t. d. að friða allan silunginn í í’ingvallavatni, svo að
þar mætti ekki veiða eina bröndu ? Minna mætti nú gagn gera, og
þó ná tilganginum.
Þar sem Þingvellir voru við stofnun alþingis (930) einmitt gerðir
að fullkominni þjóðareign, sameiginlegri eign allra landsmanna eða þing-
heyjenda, þá gæti auðvitað legið nærri, að eins væri með þá farið á
1000 ára afmæli alþingis 1930, og að landssjóður legði fram féð, sem
til þess þyrfti, að gera þá að þjóðgarði. Frágangssök væri þetta ekki,
þó landssjóður hafi í mörg horn að líta. En örðug mundi þó sú leið-
in reynast. Nær mundum vér því telja hitt, og bæði færari leið og
fegurri, að allir íslendingar, beggja megin hafsins, legðust á eitt um
að safna og gefa fé til þessa fyrirtækis — til þess að friða og prýða
þennan sannnefnda hjartasta’b þjóðarinnar. Fegurra mark fyrir Vestur-
íslendinga, til að sýna ræktarþel sitt til ættjarðar sinnar, er naumast
hægt að hugsa sér. Vér gætum meira að segja vel hugsað oss, að
þeir vildu helzt leggja fram alt féð einir, svo að þeir ættu að sínu að
hverfa, þegar þeir kæmu að heimsækja ísland1 — ættu í raun og veru
stærsta ítakið í fegursta, frægasta og helgasta blettinum á öllu landinu!
En það mætti heimaþjóðin ekki láta viðgangast, að Vestur-íslend-
ingar fengju að vera hér einir um hituna. Meira en að leyfa þeim
að vera með, mætti hún ekki. En það ætti hún líka að gera. Því
þar sem í’ingvellir eru sameiginlegt minningaland allra þeirra, sem ís-
lenzka tungu tala, þá fer bezt á, að þeir allir taki höndum saman
um að prýða það og vemda. y y
Ritsj á.
GUÐM. FINNBOGASON: HUGUR OG HEIMUR. Hannesar
Árnasonar erindi. Rvík 1912.
Þótt undarlegt megi virðast um jafn bókhneigða þjóð og vér ís-
lendingar í rauninni erum, þá hefur heimspekin aldrei átt eiginlega
upp á pallborðið hjá okkur. í sumum öðrum greinum höfum við
átt og eigum vísindamenn, er eigi hafa staðið á baki vísindamönnum
stórþjóðanna. Svo virðist sem einkum sagnafróðleikur sé frá alda öðli
einkenni þjóðar vorrar, að gáfnalagi okkar sé þannig háttað, að vér
séum hneigðari til að tína saman viðburðina, sem orðið hafa, og skrá-
1 Sbr. gróðrarreit og trjáplöntun amerískra Dana á Jótlandsheiðum.
15