Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 10

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 10
IÖ2 urnar eru taldar, sem liggja á framleiöslunni. Pó að bóndinn geri áætlun um störf sín og afkomu og reyni af fremsta megni að fylgja áætlun sinni, þá kemur náttúra lofts og lagar, og brýtur niður alt saman vonatildur hans, öðru hverju, með óreglulegri yfirdrotnan sinni. Stundum eru vorkuldar og þurrafrost, stundum sólbrunar, sem kyrkja gróðurinn og rýra grassprettuna. Stundum skemmast heyin á sumrin sökum óþurka, Af þessum ástæðum bregðast afurðir búfjárins og getur sú rýrnun numið öllum ágóða, sum ár. — Nú er svo komið ráði manna í lanainu, að kaupgjalds- kröfur og útgjaldaskipanir þrengja svo fast að atvinnurekendum til lands og sjávar, að þeir geta aðeins með naumindum risið undir skyldubyrðunum — þegar árgæzka er bæði í framleiðslu- áttinni og á sölutorginu. En þegar árgalli kemur og hallæri, stend- ur alt í stafni í raun og veru, þó að þeir, sem borgunarskyld- urnar hvíla á, velti sér við með lántökum í svipinn. það þykir einfeldnismark á mönnum, þegar þeir eru sítalandi um veðrið í loftinu. En þó er það svo, að veðráttan setur mark sitt á mannfólkið, og undir henni er komið líf og atvinna allra manna í öllum löndum, þegar öllu mannlífskeraldinu er á botninn hvolft, til réttrar rannsóknar. Veðráttan vekur til lífs jarðargróð- ann og gefur gæftir á sjóinn. En á þeim tveim framleiðsluvegum lifir alt mannkynið í raun og sannleika. Þess vegna þarf enginn að vera feiminn, þótt hann tali um veðrið, og nú ætla ég að minnast á það betur, en ég er búinn að gera. Við munum eftir vorinu 1906, þegar skipin fórust við Faxa- flóa og eitthvað 130 manns fór í sjóinn á skömmum tíma. Pá komu miklir peningar til munaðarleysingjanna vestan um haf frá löndum vorum, og man ég ekki upphæðina, en það gerir minst til — hún er skrifuð á öðrum stað, þar sem letrið máist ekki eins og skriftin mín. Fleiri atburðir gerðust á því missiri. Pá um veturinn ritaði Guðmundur læknir Hannesson bók sína »1 aftur- elding«. Guðmundur tók sér fari til útlanda þá um veturinn og kom aftur um vorið, þetta dæmalausa vor, þegar þriggja daga stórhrið skall yfir um sumarmál, ofan á alauða jörð og glaðar vonir. Fönninni kyngdi niður fram að Krossmessu og sauðsnöp kom fyrst um sjöttu sumarhelgi í sumum sveitum Norðanlands. Pótt ég nefni Guðmund lækni á undan hríðinni, er ekki svo að skilja, að ég kenni honum um ótíðina. En það var eins og náttúran íslenzka væri að sýna honum, þessum gáfaða og hugum-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.